Úrval - 01.06.1965, Side 47
Ljót saga af hörmulegu slysi,
sem er dœmalaust í sögu íþróttanna.
Tutfugy skelfilegar
mínútur
Eftir Joseph P. Blank.
ARMLEIKURINN, sem
gerðist á Kational
Stadion i Lima i Perú
og olli þjóðarsorg og
reiði í Cliile, virðist
enn í dag, heilu ári siðar,
gersamlega óskiljanlegur. „Hvern-
ig' sem þú reynir að gera þér í
hugarlund, hvernig þetta hefði get-
að gerzt, færðu ekkert svar,“ sagði
María Rodriguez, sem missti 15
ára gamlan son sinn í þessu stór-
slysi. „Slikt gat gerzt í hræðilegum
jarðskjálfta, já, eða flóði. En í
knattspyrnukappleik á sunnudegi,
sem sonur minn fór á, sér til gam-
ans? Nei, það er ekki hægt að taka
í alvöru!“
Þessi harmleikur, s,em ásækir
enn þá, sem lifðu hann af, gerðist
24. maí síðastliðið ár. Það var
alskýjaður himinn þennan dag, og
þokumistur lagði inn yfir borgina
frá Kyrrahafinu og hékk lágt yfir
henni. Allir knattspyrnuunnendur
voru fullir eftirvæntingar, því að
á þessum sunnudegi átti að fara
fram kappleikur i knattspyrnu
(soccer=association football (i
mótsetningu við Rugby football))
á milli Peru og Argentínu, sem var
liður í keppni Suður-Ameríkuríkja
um það, hvaða tvö landslið þeirra
skyldu taka þátt i Olympíuleikj-
unum í Tokyo.
Knattspyrna (soccer) er vinsæl-
asta íþróttin í hinni latnesku Ame-
riku — eins og víða annarsstaðar
í heiminum — og margir áhuga-
menn höfðu verið á ferðinni alla
nóttina, til þess að sjá kappleik-
inn. Margir fátækir verkamenn
höfðu vikum saman tekið frá pen-
inga, til þess að geta keypt að-
göngumiða. Sumir gerðu daginn að
fjölskylduhátíð, með því að bjóða
konu og börnum á leikinn. Á hin-
um nýtízkulegu, steyi)tu áhorfenda-
pöllum á National Stadion, var allt
uppselt. Er leikurinn skyldi hefj-
ast og starfsmennirnir lokuðu hlið-
um vallarins, var enn mikill fjöldi
manns fyrir utan, sem ekki komst
inn.
Kuvanis Magazine
45