Úrval - 01.06.1965, Blaðsíða 55

Úrval - 01.06.1965, Blaðsíða 55
MAÐURINN, SEM ENGINN ÞEIIKIR 53 vakið mikla athygli og umtal í höfuðborginni. Það var Jóhannes frændi hans. Fólkið hópaðist niður að ánni til þess að hlýða á predik- anir hans; sumir iðruðust jafnvel og létu skírast. Við getum ímyndað okkur með hvílíkum áhuga Jesús hefur hlustað á fréttirnar af starfi hans. Og sá dagur kom, að hann lagði trésmíðina á hilluna. Stund ákvörðunarinnar var runnin upp. Hann lagði frá sér verkfæri sín og hélt til Jerúsaiem á fund Jóhann- esar til þess að láta hann skíra sig. Jóhannes tók á móti honum með þessum orðum: „Mér er þörf að skírast af þér, og þú kemur til mín!“ Meðan athöfnin fór fram og það sem eftir var dagsins, var Jesús gagntekinn af fögnuði. Hann ætlaði að vinna stórvirki eins og Jóhannes. Hann fann til máttar síns og þráði að hefja starfið. En þegar kvöld var komið og nóttin skollin á, vöknuðu efasemd- irnar. Dagur fullvissunnar var lið- inn, en dagar efasemda og ótta tóku við. Efasemdardagar Jesú eru taldir fjörutíu. Baráttan, sem liann háði einn, hefur verið erfið. Hann hafði yfirgefið gott starf meðal fólks sem • þekkti hann og treysti honum — og til hvers? Til þess að verða farand- prédikari og tala til fólks, sem aldrei hafði heyrt hans getið? Hvað átti hann að tala um? Hvernig átti hann að orða boðskapinn? Hafði honum ef til vill skjátlazt? Samkvæmt frásögninni freistaði Satan hans með því að segja: „Þú ert hungraður; hérna eru steinar. Breyttu þeim í brauð.“ Þetta var freisting efnalegrar velgengni. Jes- ús þurfti ekki að vera hungraður. Hann hafði lært góða iðn. Hann gat orðið auðugur maður og lifað þægilegu lífi. Hví ekki það? Djöfullinn tekur hann nú með sér upp á hátt fjall og sýnir honum öll ríki veraldarinnar: „Allt þetta skal verða þitt, ef þú aðeins slakar til.“ Hann gat farið til Jerúsalem og orðið prestur; þá var honum vís frami. Eða hann gat orðið stjórn- málaforingi, því að nóg var af deiluefnum, og hann vissi, að bænd- urnir og verkamennirnir mundu hlusta á hann. Baráttan stóð i fjörutíudaga og fjörutíu nætur, en þegar henni var lokið, varð engu þokað framar. í kyrrð eyðimerkurinnar skapaðist sú sannfæring, sem er kjarni for- ustuhæfileikans — trúin á að guð hefði sent Iiann i heiminn til þess að vinna það verk, sem enginn ann- ar gat unnið. Ungi maðurinn, sem hafði vet’ið trésmiður, varð eftir í eyðimörkinni fullþroskaður mað- ur kom aftur til byggða. En hann var ekki orðinn að meistaranum, sem gat hrópað i skugga krossins: „Ég hef sigrað heiminn.“ Hann átti eftir að þroskast og eflast að sjálfstrausti. En þetta var upphafið. Upp frá þessari stundu urðu menn varir við áhrifavald hans. Við tölum um persónulegt seið- magn eins og það sé einhver dular- fullur hæfileiki, sem aðeins einn maður af þúsund sé gæddur. Þetta er ekki rétt. Megin þáttur þessa hæfileika er fullkomin hreinskilni — óhagganleg trú á mikilvægi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.