Úrval - 01.06.1965, Síða 58

Úrval - 01.06.1965, Síða 58
56 ÚRVAL opnaði hann búrin og hleypti fugl- unum út. Loks tók hann slárnar frá gripahúsunum og rak búpening- inn út á strætið. Hann var svo fljótur að þessu öllu, að prestarnir vissu ekki fyrr en það var um garð gengið. En nú áttuðu þeir sig og þustu til lians. Hver var hann, sem dirfðist að fremja þennan verknað? Hvaðan kom honum vald tii þess að hindra viðskipti þeirra? Fólkið hörfaði undan, því að það kærði sig ekki um að verða bendlað við málið. Hann varð að bera afleiðingarnar einn og hann var líka fús til þess. „Þetta er vald mitt,“ sagði hann. „Skrifað stendur: Hús mitt á að nefnast bænahús fyrir allar þjóðir. En þér hafið gert það að ræningja- bæli.“ Ákærendur lians hikuðu og hik- ið varð þeim að falli. Mannfjöldinn ruddist nú fram fagnandi og bar unga manninn út úr musterinu. Það þekkja allir þessa sögu bæði af frásögnum og myndum. En þar er Jesús alltaf sýndur með geisla- baug um höfuðið, eins og það sé skýringin á sigri hans. Sannleikur- inn er einfaldari og áhrifameiri. Augu hans loguðu af réttlátri vand- lætingu, og ágirnd og kúgun hafa alltaf gugnað fyrir þeim eldi. Hægri handleggur hans reis og féll. og þegar ermin færðist upp, komu járnharðir vöðvar í ljós. Enginn reiður prestur eða víxlari kærði sig um að takast á við þann liandlegg. Sumir telja að það gangi guðlasti næst að halda því fram, að Jesús hafi verið líkamlega sterkur. Þeir hugsa sér liann sem rödd eða anda en gleyma því að hann vann erfið- isvinnu árum saman. Jesús 'fór að vinna á trésmíðaverkstæði föður sins sem ungur drengur — og tré- smíðar voru ekki auðvelt starf i þá daga. Eflaust hefur sá, sem tók að sér að reisa hús, einnig orðið að sjá um að grafa grunninn, fella tré og höggva þau til með exi. Þeir sem seinna heyrðu meistarann tala um „manninn, sem byggði hús sitt á bjargi,“ gátu ekki verið í neinum vafa um, að hann vissi hvað hann var að segja. Sumir þeirra höfðu horft á hann vinna, sveigja þreknar herðarnar og slá þung högg. Maður þarf ekki að lesa mikið á milli línanna til þess að komast að raun um, að málararnir, sem hafa sýnt hann sem veikbyggðan og vöðvarýran mann með þrótt- litið andlit, hafa verið á villigötum. Þetta er ekki sá Jesús, sem hafði slík áhrif á lærisveina sína, að þeir yfirgáfu störf sín til þess að berjast fyrir nýrri kennisögu. Til sönnunar þessari fullyrðingu næg- ir að benda á þrennt, sem einkenn- ir líf hans: Hann var svo heilbrigð- ur og hraustur, að hann gat gefið öðrum heilsuna aftur. Hann lifði og starfaði undir beru lofti allt sitt líf. Hann var svo taugasterkur, að það var engu líkara en að hann hefði stáltaugar. Maður sem hafði legið rúmfastur fjögur ár, frétti af kraftaverkum Jesú og bað fjóra vini sína að bera sig til húss þess í Kapernaum, þar sem hann var að kenna. Þeir komust ekki inn í húsið vegna mannfjöldans, en sjúklingur-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.