Úrval - 01.06.1965, Síða 66
04
URVAL
þýzkum likömum, en afhöggvin
höföfuðin lágu á víð og dreif á
milli þeirra og virtust yi'irleitt vera
ineð undrunarsvip. En Gurkhaher-
mennirnir sjálfir voru tanduhrein-
ir, hrosandi og ekki vitund miður
sín heldur ánægðir, líkt og hvíldir.
Uermaður einn frá Nýja-Sjálandi,
sem var með mér við Akarit, lýsti
síðan lotningarfullur návígi Gur-
khahermannanna og Þjóðverja í
skógi einuin nálægt Flórens á ítaliu.
Lítill Gurkhahermaður hjó höfuðið
af tveim stóreflis þjóðverjuin með
tveim letilegum sveiflum kukuri-
sveðrs síns. Hauslausir skrokkarnir
féllu á hann og skelltu honum, og
um leið kom þriðji Þjóðverjinn
æðandi að honum með brugðinn
byssusting. Þótt Gurkhahermaður-
inn lægi þarna endilangur, tókst
honum samt að höggva hægri hand-
legginn af Þjóðverja þessum með
þriðju sveiflunni. Og er síðast sást
til hans, labbaði hann við hliðina
á sjúkrabörunum og klappaði hin-
um óttaslegna Þjóðverja vingjarn-
lega með vinstri hendi sinni, en
hélt áfram að sveifla kukrisverði
sínu með þeirri hægri.
Þessi agaði tryllingur, ef svo
mætti orða það, birtist skýrt á trú-
arhátíð Gurkhahermanna, er ber
nafnið Dashera eða Dasain. Þar
dansa þeir og skemmta sér á annan
liátt lengi nætur, og siðan lýkur
hátíðahöldunum með fórnarathöfn,
þar sem fórnað er dúfurn, geitum
og ungum bufflatörfum. Eru fórn-
ardýrin þá hálshöggvin með einni
hnitmiðaðri sveiflu kukrisverðs-
ins.
Gurkhahermennirnir ráða sig
yfirleitt til 15 ára þjónustu, en á
þeim tíma geta þeir unnið sér inn
miklu meira i'é og aflað sér miklu
meiri virðingar en hefðu þeir kos-
ið að dvelja kyrrir í þorpum sín-
um. Menntunarmöguleikar Gurkh-
anna í Nepal eru enn mjög tak-
markaðir. En þótt herinn sjái um
ókeypis menntun fyrir börn
Gurkhaliðsforinga, senda þeir samt
mörg börn sín í góða einkaskóla,
en feðurnir geta staðið undir þeim
mikla kostnaði vegna góðs kaups
og þeirrar vissu, að þeir eiga von
á eftirlaunum, er þeir ljúka her-
þjónustu sinni.
Padamjang yfirforingi, sem nú er
í herbúðum í Hong Kong, hefur
t. d. verið i Gurkhahersveit i 30
ár. Hann á 6 börn, og það hefði
verið algerlega útilokað, að þau
hefðu getað öðlazt núverandi
menntun sina, hefði hann verið
kyrr heima í Nepal. Er hann lýkur
herþjónustu sinni, mun hann setj-
ast að á myndarlegum búgarði ná-
lægt höfuðborginni Katmandu, en
jiann búgarð hefði hann örugglega
ekki getað keypt, hefði hann ekki
gengið í herinn. Auðvitað mun
liann snúa aftur heim til Nepal.
Það gera allir Gurkhar. Áætlað lief-
ur verið að sparsamur Gurkha-
hermaður geti tekið a.m.k. 200 sterl-
ingspund heim með sér, í hvert
sinn er hann fer í hálfsársleyfi,
sem hann fær að lokinni þriggja
ára þjónustu. En slíkt leyfi fá allir
Gnrkhahermenn, hver svo sem tign
þeirra er.
Það hefur komið fyrir þrisvar
sinnum að snuðra hefur hlaupið á
þráðinn, hvað „bandalag ævarandi