Úrval - 01.06.1965, Blaðsíða 68
66
ÚRVAL
ekki vitað um eitt tilfelli, er beri
vott um hugleysi í návist óvinanna,
ekki eitt einasta dæmi um tilraun
til uppreisnar.
Frægð Gurkhahersveitanna bygg-
ist á þessu gagnkvæma trausti. Sér-
hver Gurkhahermaður veit, að hver
svo sem yfirmaður hans er, Gurkha-
foringi eða brezkur liðsforingi, þá
mun tiann ekki taka aðrar ákvarð-
anir en þær, sem beztar reynast
fyrir sveitina og hann sjálfan.
Enginn Gurkhahermaður efast
nokurn tíma um réttmæti skip-
ana yfirmanna sinna.
Hin einstaka saga Gurkhaher-
sveitanna i þjónustu 'Bretlands
byggist einnig á öðrum tengslum,
alveg sérstökum tengslum. Það eru
tengsli þeirra við konungdæmið
og konungsfjölskylduna. Er faðir-
inn ráðleggur syni sínum að ganga
í brezka herinn, segir hann honum
stórkostlegar sögur af Gurkhaher-
mönnum, sem farið hafi yfir
„svarta vatnið“ alla leið til Lund-
úna, og þar hafi Mikli Hvíti Iíon-
ungurinn sjálfur eða Mikla Hvita
drottningin tekið á móti þeim og
auðsýnt þeim mikla virðingu.
Aðstæðurnar i Nepal eru nú að
breytast. Verið er að útrýma ein-
angruninni, stöðnuninni og mennt-
uarleysinu, hvort sem allar þær
breytigar verða nú til góðs eða
ekki. Verið er að leggja flugvelli
og bæta samgöngur. Kínverjar eru
að leggja veg frá Tíbet til Kat-
mandu. Menntun Nepalbúa er stöð-
ugt að batna, og er þar um að ræða
beinar afleiðingar af herþjónustu
Gurkhanna í brezka hernum, góð-
um launum þeirra og óskum um,
að börn þeirra megi menntast og
öðlast hvers kyns frama. Verið er
einnig að koma þar á fót léttum
iðnaði.
Padamjang ofursti í Hong Kong,
sem verið hefur 3 áratugi í þjón-
ustu brezka hersins, er ekki viss
um, hvort hann muni hvetja nokk-
urn af liinum velmenntuðu sonum
sinum til þess að ganga í Gurkha-
hersveitirnar, en þeir eru 3 talsins.
„Þeir verða að taka slíka ákvörðun
sjálfir,“ segir hann við mig.
Loksins blása vindar breyting-
anna um Gurkhaþjóðflokkinn í hinu
fjarlæga Nepalriki. Þessir vindar
siðmenningarinnar hljóta fyrr eða
síðar að verða yfirsterkari stoltum
minningum um þjónustu í brezka
hernum, málaliðskaupinu, bardaga-
heiðrinum og virðingarmerkjum af
hendi drottningarinnar. Það kann
að taka sinn tíma, en fyrr eða síð-
ar munu stríðsmennirnir með kuk-
risverðin, sem halda utan til þess
að berjast koma heim til þess að
deyja, álíta það vera eftirsókn-
anverðara að dvelja um kyrrt í
fjallaríki sínu, ánægðir með sitt
og — vonandi í friði og ró.
»»««
Rafeindasérfræðingar eiga enn eftir aS finna upp betra innanhúss-
talkerfi en salernin. Quote