Úrval - 01.06.1965, Page 72
70
ÚRVAL
líta á nautaatið sem tákn hinnar
eilifu baráttu milli bins góða
(mannsins og hestsins) og liins
illa (nautsins; myrkravaldsins).
Það voru þessar táknmyndir, sem
Picasso notaði í hinu mikla vegg-
málverki sínu Guernica, sem hann
málaði fyrir spænsku sýningar-
deildina á heimssýningunni í París
1937. Þar gnæfir nautið, tákn illsku
og haturs yfir deyjandi hestinum,
sem táknar þjáningar spönsku þjóð-
arinnar í l)orgarastyrjöldinni.
Þegar Pablo var tíu ára gamall,
neyrddist faðir hans til að flytj-
ast til Corunna og gerast teikni-
kennari við gagnfræðaskóla i þeirri
borg. Næstu ár voru fremur erfið
fyrir fjölslcylduna. Don José var
óánægður og þunglyndur, en úr
því rættist þegar hann hreppti góða
stöðu við listaskólann í Barcelona.
í októbermánuði 1894 fluttisf fjöl-
skyldan búferlum til höfuðborgar
Kataloníu.
Nú fór Pablo Picasso að mála
fyrir alvöru. Hann varð í fyrstu
fyrir allmiklum áhrifum af mál-
verkaeftirprentunum eftir Daumier,
van Gogh og Toulouse-Lautrec.
Sumarið 1897 voru nokkrar mynd-
ir unga mannsins sýndar i Barce-
lona, og skömmu scinna fékk bann
inngöngu í konunglega listaháskól-
ann i Madrid. Kennarar skólans
urðu furðu lostnir yfir frábærum
prófteikningum Picassos. Tveim
árum síðar, eftir fremur skrykkj-
ótt nám við listaháskólann, sneri
Picasso aftur til Barcelona. Þar
dvaldi hann síðan og málaði i
skorpuin, þar lil hann hélt til Par-
ísar árið 1904. Næstu fimm árin
bjó hann í Montmartrehverfinu i
Paris, meðal málara og rithöfunda,
og naut til fulls liins gáskafulla
lífs hins franska bohems. Þar mál-
aði hann hinar dásamlegu myndir,
sem kenndar hafa verið við bláa og
rauða tímabilið. Viðfangsefnin eru
oftast betlarar og sirkusfólk.
Allt frá 1904 og fram á þennan
dag, hefur Frakkland verið heim-
kynni liins spanskfædda málara,
enda þótt hann hafi aldrei viljað
gerast franskur ríkisborgari, frönsk-
um stjórnarvöldum til mikillar
gremju. Hann hefur alltaf verið,
og er enn, stoltur og ástriðufullur
Spánverji.
Meðan Picasso var að mótast í
París, varð hann náinn vinur
margra frægra manna, þar á meðal
rithöfundanna Gertrude Stein og
Apollinaires, og málaranna Derains
og Braque. Hann lærði snemma að
afla sér vináttu voldugra manna,
svo sem listaverkasalans Paul Ros-
enberg og sagnfræðings kúbismans,
Henry Kahnweiler. Á þessum fyrstu
Parisarárum skrapp hann annað
veifið heim til Spánar, en París
dró hann ómótstæðilega til sín aft-
ur, þvi að hann var töfraður af
hinu örvandi og heimsborgaralega
lifi i hinni frönsku höfuðborg.
Picasso hélt oft sýningar. Árið
1912 voru nokkrar af kúbistateikn-
ingum hans og málverkum sýnd i
Stafford Gallery i London og sölu-
verðið var frá 200 til 2000 kr!
í dag mundi eitt málverk frá sama
timabili seljast á a. m. k. 7 millj.
króna. Hann sýndi einnig í New
York, og frægð hans fór vaxandi.
Á siðari árum fyrri heimsstyrjald-