Úrval - 01.06.1965, Side 77
75
„Láttu hann hafa einn á hann!
Beint á kjaftinn! Brjóttu nokkrar
tennur í kjaftinum á honum!“ öskraði
lítill maður á fremsta bekk á hnefa-
leikakeppninni. „Kjálkabrjóttu hann!“
„Fiettu út á honum gúlann!"
Manninum í næsta sæti varð að
orði: „Ja, þú hlýtur að vera mikili
hnefaleikaaðdáandi!"
„Aðdáandi, ja, fussum svei,!“ urr-,
aði sá litli grimmdarlega. „Ég er
tannlæknir, og þessi stóra górilla
þarna uppi á pallinum skuldar. mér
fyrir tannviðgerðir frá því í fyrra."
—☆
Heimilisfaðirinn var taugaóstyrkur
og algerlega reynslulaus gestgjafi,
og því reis hann i flýti á fætur, þegar
söngkona ein meðal gestanna hafði
lokið lagi, sem hún hafði verið beð-
in um að syngja. Og hann mælti:
„Herr. . . . herrar mínir og frúr. . . .
Áð.. .. áður en frú Smith. ... by. . . .
byrjaði að sy. . . . syngja. . . . sko, bað
. ...hún bað. . .. sko mig. . .. sko.. .
sagði mér. . . . að röddin.... sko í
henni.... væri alveg.. .. sko.... ai-
veg i ólagi.... og bað mig um....
sko að rísa.... sko upp og biðja gest-
ina.... sko afsök. . . . unar á því....
en sko.... ég bara.... sko gleymdi
því.... sko alveg.... sem mér....
þykir sko.... mjög leitt sko.... og
þv íbið ég sko'. . . . innilegá afsökunar
.... sko fyrir hennar hönd núna."
Skilti á kyrrlátu fjallahóteli: „Get-
ið þér ekki sofið hérna, þá er það bara
samvizkan."
—☆
Hún amma dæmdi skapgerð manna
eftir því, hvernig þeir skiptu höfuð-
hárum sínum. Skipting til vinstri....
fremur heiðarlegur, aðlaðandi, en
slyngur lygari, ef þörf krefur....
skipting til hægri.... skynsamur og
kvenhatari.... skipting fyrir miðju
.... kvenlegur og meinlaus.... eng-
in skipting. . . . montinn og grobbinn
.... ekkert hár. . . . hættulegur!
—☆
Einhver spurði Sólon, hvernig koma
mætti a réttlæti í Aþenu.
„Slíkt er mögulegt," sagði hinn
rriikli lögvítringur, „ef þeir, sem ekki
verða beinlínis fyrir barðinu á rang-
lætinu, eru jafri hneykslaðir og þeir,
sem ranglætið snertir persónulega."
—☆
Ég er sóknarprestur, en gegni einn-
ig starfi sem liðsforingi í varaliði flug-
hersins í ígripum. Eiri kona í söfnuð-
inum spurði mig því eitt sinn: „Á
ég að ávarpa yður sem ofursta eða
herprest eða séra eða prófast?" Þá
svaraði ég: „Æ, það skiptir engu
máli. Ég hef jafnvel verið ávarpaður
sem „fábjáni". . ' .
„Ö,“ sagði hún, ;,en sá hinn sami
hlýtur nú að hafa þeírkt yður vel!"
—’☆
.Ungur faðir, sem er að venja sig
af reykingum, segir, að þetta sé í
rauninni ekki svo mikið vandamál.
„Hvenær sem mig langar í tóbak,"
segir' hann, „róa ég bara taugarnar
með þvi að öskra á krakkana."