Úrval - 01.06.1965, Síða 80
78
ÚRVAL
II.
Guðmundur í Múla kom oft að
Fellsmúla, enda skammt á milli
bæja, Múla og Fellsmúla. FaSir
minn, sé'ra Ófeigur, og hann, höfSu
að sjálfsögðu margt saman að
sælda, þar sem báðir voru í sókn-
arnefnd og hreppsnefnd. Mjög
voru þeir ólíkir um inargt, enda
l'jarri þvi að vera alltaf skoðana-
bræður, og átti það sérstaklega við
um trúmál og stjórnmál. En vegna
þess, að báðir voru skapstillingar-
menn og kunnu sér hóf um mál-
flutning allan, fór oftast vel á með
þeiin og aldrei illa. —. Faðir minn
var geymisstefnumaður (íhalds-
maður) í stjórnmálum, en Guð-
mundur taldi sig Framsóknarmann.
Samt var hann eiginleg'a í eðli sínu
„ihaldsmaður“, — geyminn á göm-
ul verðmæti, fylgispakur „fornum
dyggðum“, kunni vel að meta öll
þjóðleg fræði, og var gætni honum
mjög í blóð borinn, en þar er ein-
mitt um að ræða eitt aðaleinkenni,
ef ekki kjarna, allar geymistefnu
(,,íhalds“). — Heimili Guðmundar
í Múla var frábært um alla snyrti-
mennsku, bæði innanhúss og utan,
og bæði voru þau hjón, Guðmundur
og Bjarnrún, gestglöð og veitul,
enda komu margir að Múla, og
munu erindi ekki alltaf hafa ver-
ið mjög brýn. Guðmundur kom sér
upp mjög snotrum trjágarði i
brekku fyrir ofan bæ sinn, og er oft
unaðslegt þar um að litast, ekki
síst á fögrum kvöldum, þegar sól
er að síga i vestri, en bærinn i Múla
horfir gegnt þeirri átt. Stendur hann
undir Skarðsfjalli suðvestanverðu,
og eru næstu bæir vestan fjallsins
Hellar og Hvammur. Fagurt er og
friðsælt á þessum slóðum og mæt-
ast þarna heiðatöfrar, yndisþokki
gróðurs og grænna túna, og þagn-
aróður auðna, hrauns og sanda.
III.
Ég hef kallað Guðmund í Múla
heimspeking og' búhöld og
held ég, að hvorttveggja hitti i
mark. Búhöldur var hann góður,
þvi að ráðdeildarsamur var hann
i bezta lagi, hagsýnn og hófsmaður
um alla liluti. Búnaðist honum vel
og mun hann hafa verið einn af
allra efnuðustu bændum i Lands-
sveit hin síðustu ár. En honum
nægði ekki búskapurinn og bú-
liyggjan. Hann þráði skilning á
leyndardómum lífsins, en fann ekki
þann skilning i hinum hefðbundna
kristindómi, — og gat því ekki
geng'ið lionum á hönd af öllu hjarta
eða heilum hug. Þegar hann 'kynnt-
ist hinum gáfulegu kenningum
Guðspekinnar, fann hann þar svör
við mörgum áleitnum spurningum,
sem sótt höfðu á huga hans. Eins
og áður var sagt, kom Guðmundur
oft að Fellsmúla, og var hann þar
alltaf aufúsugestur. Man ég vel, að
ég fagnaði ævinlega komu hans,
og þegar hann var kominn inn og
búinn að kveikja í pípu sinni,
fannst mér einhver hátið gengin í
garð. Hófust þá venjulega fjörugar
samræðui' um trúmál og dulræn
efni. Fór þá oftast svo að þrír voru
á móti einum: Þessir þrir voru sá,
sem þessar línur ritar, séra Ragn-
ar, bróðir minn, sem aðhylltist
ineginkenningar guðspekinnar, og