Úrval - 01.06.1965, Page 112
110
ÚRVAL
ist upp sjálfir! Þetta er Frelsisher-
inn!“
Foringinn dró upp skammbyssu
sína, og úr hverjum glugga ráðhúss-
ins dundi grimmileg skothríS á
Þjóðverjunum. Er henni lauk, voru
allir þjóðverjarnir dauðir nema
einn. Skelfingu lostnir horfðu And-
spyrnuhermennirnir á það, sem
þeir liöfðu g'ert, og i sama bili
heyrðu þeir herbíla nálgast með
fleiri hermenn. Þannig geysaði
orrustan í fjórar klukkustundir.
Skyndilega komu fjórir skrið-
drekar í Ijós i forgarðinum. Þeir
moluðu járnhurð ráðhússins, og
einum þeirra tókst að silast hægt
upp marmaratröppurnar. Frakk-
arnir voru varnarlausir. Caillette
skipaði mönnum sínum, sem voru
með honum á neðstu hæðinni oð
hörfa niður i kjallarann. Þar, undir
steyptri hellu, var op. tvö fet i
þvermál, sem lá niður í forlierbergi
á stærð við stóran veggskáp. A
bak við lilið þess var múrsteins-
veggur, og á bak við hann tóku
við frárennslisgöng.
Caillette og menn hans klöngr-
uðust niður um opið. Löðrandi í
svita biðu þeir steinþiegjandi i
ofvæni á meðan tveir þeirra réð-
ust á múrvegginn með hökum, sem
þeir vöfðu með skyrtum sínum, til
að draga úr hávaðanum. Caillette
var nýsloppinn undir steinhelluna,
er hann heyrði Þjóðverjana á
hlaupum um kjallarann í leit að
þ,eim. Á hver,ju andartaki bjóst
hann við að handsprengju yrði
varpað niður til þeirra, sem mundi
gera útaf við þá alla.
Að lokum tókst mönnunum tveim-
ur að brjóta þröngt gat á vegginn,
og hvér af öðrum skreiddust verj-
endur ráðhússins, sem eltir lifðu,
í gegnum gatið og tóku að ösla
eftir göngunum í sorprennslinu,
sem náði þeim í mitti.
En á meðan þeir voru að östa
í sorpinu, heyrðu þeir annað hljóð
ennþá ógnvænlegra en þýzka stig-
vélatrampið. Þrumuveður var skoll-
ið á. Brátt mundi vatnsflóðið frá
því fylla þessi göng og drekkja
þeim öllum.
Framundan sér i myrkrinu sá
Franeois Monce ljósglætu. Hann óð
eftir hliðargöngum, sem stefndu á
hann. Yfir höfði sér sá hann glitta
í gráan blett, og um leið rakst hann
á fyrsta þrepið að stiga, sem lá
upp að honum. Monce ldeif upp
stigann og kom þá að ryðgaðri rist
efst uppi. Hann lyfti henni ofur-
litið og sá þá bókasafnið í Neuilly.
Hann benti mönnunum, sem á eftir
honum komu, reif up ristina og
tók á rás til öryggisins í næsta í-
búðarhúsi.
GAGNÁHÁSÁ LÖGREGLU-
STÖÐINA
Skriðdrekar konm einnig lil að-
allögreglustöðvarinnar, og fyrsta
sprengikúlan sprengdi upp aðal-
hliðið. Afkróaðir á bak við léleg
varnarvirki, vopnaðir skammbyss-
um, rifflum úr fyrri heimsstyrjöld-
inni og fáeinum vélbyssuforngrip-
um, hörfuðu lögreglumennirnir
skelfdir á skriðdrekana. Að lokum
greip þá ofboð, og þeir tóku að
ryðjast að hinum eina öryggisút-
gangi byggingarinnar, innanhússtöð
að neðanjarðarbraut, sem lá til