Úrval - 01.06.1965, Síða 119

Úrval - 01.06.1965, Síða 119
ER PARÍS AÐ BRENNA? 117 Choltitz vissi aö leiðin var opin, því að samkvæmt skipun Models, hafði Fyrsti Þýzki Herinn einmitt þennan dag tekið að hörfa úr stöðu sinni framan við París. Bandamenn þyrftu nú ekki annað en gera á- hlaup á borgina og hún mundi þá vera i þeirra höndum áður en nokkuð yrði að gert. STÚLKA í RAUÐU PlLSl Hinn 22. ág.: Eftir dögun hófust bardagarnir í París að nýju með vaxandi ákefð. í 17. hverfi skutu Þjóðverjar í rúst heilan hóp í- búðarhúsa. Þýzkur herbíll hlaðinn hermönnum lenti í fyrirsát lijá Gare de Lyon, og hörfuðu her- mennirnir inn i kaffihús. Tylft gesta, sem þar var fyrir, tók að hlæja og hermennirnir skutu þá alla. Á vinstri bakka Seinefljótsins hafði FFI hins vegar yfirhöndina í hinum hugðóttu smágötum við fljótið. Enginn Þjóðverji áræddi inn i þessar flóknu götur, sem voru of þröngar fyrir skriðdreka. Á hið volduga ráðhús Parísar, Hötel de Ville, gerðu Þjóðverjar hatramar árásir. Þegar André Toll- et var að kenna þar hóp 17 ára unglinga að skjóta úr riffli, bar þar að þýzka skriðdreka, sem hófu sprengikúlnaskothríð á bygginguna. Tollet gekk út að glugganum til að skjóta á skriðdrekana. Er hann gægðist út um gluggann, sá hann unga stúlku í rauðu pilsi læðast eftir árbakkanum að næsta skrið- dreka. Hún kleif í snatri upp á hann og kastaði grænni kampavíns- flösku inn í opinn stjórnklefann, sem samstudis stóð í björtu báli. Síðan hljóp stúlkan aftur niður á árbakkann i dynjandi skothríð. Hinir skriðdrekarnir fóru. Philippe Leclerc stikaði fram og aftur eftir grasbalanum skammt frá aðalstöðvum Omars Bradleys hershöfðingja, og beið i eftirvænt- ingu eftir úrslitum á ráðstefnu Bradleys og Eisenhowers — ráð- stefnu, sem mundi skera úr um ör- lög Parisar. Um leið og hann heyrði i flugvélinni, stóð hann grafkyrr og rýndi til himins. Og spaðar flug- vélarinnar voru ekki hættir að snú- ast, er franski hershöfðinginn hljóp að lienni. Edwin Sibert, hershöfð- ingi, njósnaforingi 12. hersins hróp- aði upp yfir vélaskröltið: „Þér vinnið! Þeir hafa ákveðið að senda yður beint til Parísar!“ Skömmu áður hafði Sibert í Grandchamp skýrt þeim Bradley og Eisenhower stuttlega frá síðustu fregnum um ástandið i Paris. Eis- enhower hafði hrukkað ennið á sinn venjulega hátt. Því næst and- varpaði hann og sagði við Bradley: „Jæja, hvern andskotann Brad, ætli við verðum ekki að fara þang- að.‘ Piper Cub flugvél Bradleys var nú stönzuðu, og hinn rólyndi Miss- ouribúi steig út og kallaði á Le- clerc. Með sinni háu, nefmæltu rödd sagði hann: „Ég bið yður umfram allt, að muna eftir einu. Ég vil ekki að barizt verði í sjálfri Paris. Það er mín eina fyrirskipun til yðar. Það má fyrir enga muni koma til harðra bardaga í París. Omar Bradley hafði séð Saint-Ló. (Smá- bær á Spáni, sem hafði verið þurrk-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.