Úrval - 01.06.1965, Síða 121
ER PARÍS AÐ BRENNA?
119
vaðinn heyrast til Berlinar.“ Nú
stóð ekki á öðru til þess að hún
þeyttist í loft upp en skipun frá
Dietrich von Choltitz.
Nú, á fimmta degi bardagans,
var kjarkur FFI-mannanna í fyrsta
sinn tekinn að bila. Þjóðverjarnir
veittu þung högg, og óhöppin voru
mörg. Um náttmál á þessum blóð-
uga miðvikudegi var 500asti París-
arbúinn felldur á götunum, og 2000
voru særðir. Og hvergi bólaði á
hjálpinni, sem svo margir höfðu
vænzt að bærist áður en margar
klukkustundir liðu frá byrjun upp-
reisnarinnar.
Frá þvi í dögun þennan dag' hafði
önnur franska Bryndrekasveitin
(IIDB) öslað öskrandi yfir öld-
ótt akurlönd Normandís. Henni var
skipt í tvær raðir, hvor 13 mílur
á lengd. í ausandi slagviðri, skrik-
andi og rasandi á mjóum vegunum,
brutust áfram 4000 farartæki og
10000 manns í áttina til hinnar um.
setnu höfuðborgar sinnar.
Af öllum herdeildum Banda-
mannaherjanna var engin jafn
furðuleg og þessi. í henni voru
menn, sem höfðu farið gangandi
hundruð milna til þess að kom-
ast til Afríku og ganga í raðir henn-
ar; menn, sem höfðu farið yfir
Ermarsundið í stolnum árabátum;
fangar, sem teknir höfðu verið 1940,
en sloppið höfðu úr fangabúðum
(stalags) Þjóðverja, til að skrá sig
aftur. Þar voru Frakkar, sem aldrei
höfðu komið ti! Frakklands fyrr;
Arabar, sem kunnu lítið í frönsku;
negrar úr hitabeltislöndum Frakka
i Afríku; flóttamenn frá ættbálkum
Sahara.
Er þeir fóru fram hjá, fögnuðu
bændurnir i Normandí þrilita fán-
anum og Lothringenkrossinum á
farartækjunum hástöfum, hrópuðu
up letrið á Shermanskriðdrekunum,
letur, sem táknaði nöfn á fyrri orr-
ustum í frakklandi: „Marne,“ „Ver-
dun,“ „Austerlitz."
Hermennirnir fylltust fögnuði,
sem þeir héldu að þeir hefðu glat-
að að eilífu. Öll hersveitin var inn-
blásin af næstum móðursjúkri gleði
við þá tilhugsun, að vera á leið
til Parísar.
Undir kvöld var II DB kominn
til Rambouillet, 30 milur frá tak-
marki sínu. Liðsforinginn Sam
Brightman sat í veitingasal Grand
Veneur gistihússins og horfði á
þessa rennblautu menn og farar-
tæki. „Það eina sem þá vantar,“
hugsaði hann með sér, „er de
Gaulle, og þá mundu Þjóðverjarnir
fá bezta djöfulsins skotmarkið,
sem þeir hafa fengið síðan á inn-
rásardeginum (D-day).“
I sama bili tók veitingakonan
andköf og missti niður súpudisk-
inn, sem hún var á leið með inn.
Síðan stóð hún eins og stirðnuð,
starði út um gluggann og með tár
í augunum endurtók hún i sífellu:
„De Gaulle, De Gaulle, De Gaulle."
Charles de Gaulle var vissulega
í Rambouillet, og eins og kommún-
istarnir i París höfðu óttast, i far-
arbroddi björgunarsveitarinnar.
Hershöfðinginn gaf sér naumast
tíma til að sinna hyllingu borgar-
búa, heldur hélt ásamt fylgdar-
mönnum sínum bcina leið til Ramb-
ouillet hallarinnar. Og er þangað
kom hafnaði hann eindregið þeirri