Úrval - 01.06.1965, Qupperneq 121

Úrval - 01.06.1965, Qupperneq 121
ER PARÍS AÐ BRENNA? 119 vaðinn heyrast til Berlinar.“ Nú stóð ekki á öðru til þess að hún þeyttist í loft upp en skipun frá Dietrich von Choltitz. Nú, á fimmta degi bardagans, var kjarkur FFI-mannanna í fyrsta sinn tekinn að bila. Þjóðverjarnir veittu þung högg, og óhöppin voru mörg. Um náttmál á þessum blóð- uga miðvikudegi var 500asti París- arbúinn felldur á götunum, og 2000 voru særðir. Og hvergi bólaði á hjálpinni, sem svo margir höfðu vænzt að bærist áður en margar klukkustundir liðu frá byrjun upp- reisnarinnar. Frá þvi í dögun þennan dag' hafði önnur franska Bryndrekasveitin (IIDB) öslað öskrandi yfir öld- ótt akurlönd Normandís. Henni var skipt í tvær raðir, hvor 13 mílur á lengd. í ausandi slagviðri, skrik- andi og rasandi á mjóum vegunum, brutust áfram 4000 farartæki og 10000 manns í áttina til hinnar um. setnu höfuðborgar sinnar. Af öllum herdeildum Banda- mannaherjanna var engin jafn furðuleg og þessi. í henni voru menn, sem höfðu farið gangandi hundruð milna til þess að kom- ast til Afríku og ganga í raðir henn- ar; menn, sem höfðu farið yfir Ermarsundið í stolnum árabátum; fangar, sem teknir höfðu verið 1940, en sloppið höfðu úr fangabúðum (stalags) Þjóðverja, til að skrá sig aftur. Þar voru Frakkar, sem aldrei höfðu komið ti! Frakklands fyrr; Arabar, sem kunnu lítið í frönsku; negrar úr hitabeltislöndum Frakka i Afríku; flóttamenn frá ættbálkum Sahara. Er þeir fóru fram hjá, fögnuðu bændurnir i Normandí þrilita fán- anum og Lothringenkrossinum á farartækjunum hástöfum, hrópuðu up letrið á Shermanskriðdrekunum, letur, sem táknaði nöfn á fyrri orr- ustum í frakklandi: „Marne,“ „Ver- dun,“ „Austerlitz." Hermennirnir fylltust fögnuði, sem þeir héldu að þeir hefðu glat- að að eilífu. Öll hersveitin var inn- blásin af næstum móðursjúkri gleði við þá tilhugsun, að vera á leið til Parísar. Undir kvöld var II DB kominn til Rambouillet, 30 milur frá tak- marki sínu. Liðsforinginn Sam Brightman sat í veitingasal Grand Veneur gistihússins og horfði á þessa rennblautu menn og farar- tæki. „Það eina sem þá vantar,“ hugsaði hann með sér, „er de Gaulle, og þá mundu Þjóðverjarnir fá bezta djöfulsins skotmarkið, sem þeir hafa fengið síðan á inn- rásardeginum (D-day).“ I sama bili tók veitingakonan andköf og missti niður súpudisk- inn, sem hún var á leið með inn. Síðan stóð hún eins og stirðnuð, starði út um gluggann og með tár í augunum endurtók hún i sífellu: „De Gaulle, De Gaulle, De Gaulle." Charles de Gaulle var vissulega í Rambouillet, og eins og kommún- istarnir i París höfðu óttast, i far- arbroddi björgunarsveitarinnar. Hershöfðinginn gaf sér naumast tíma til að sinna hyllingu borgar- búa, heldur hélt ásamt fylgdar- mönnum sínum bcina leið til Ramb- ouillet hallarinnar. Og er þangað kom hafnaði hann eindregið þeirri
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.