Úrval - 01.06.1965, Qupperneq 125
ER PARÍS Afí BRENNA?
123
hann með þungri alvöru. Því næst
hélt hann áhaldinu út í næturloft-
ið, sem titraði af hinum hátíðlega
hljóm Parísarklukknanna. „Heyrið
þér j)etta, Speidel?“ spurði hann.
„Já,“ svaraði Speidel. „Mér hcyr-
ist vera klukknahljómur.“
„Það er klukknahljómur, kæri
Speidel," sagði von Choltitz. „Þeir
eru að tilkynna borgarbúum að
Bandaríkjamenn séu komnir hing-
að.“
Það varð löng þögn. Því næst
sagði von Choltitz, að samkvæmt
fyrirskipun hefði hann undirbúið
eyðileggingu á „brúm, brautarstöðv-
um, aðalstöðvum mínum og öllu
nýtilegu." Mætti hann vænta l)ess,
að Speidel leyfði mönnum sínum
að yfirgefa borgina, þegar eyðilegg-
ingin hefði verið framkvæmd? Aft-
ur varð löng þögn.
„Nei,“ svaraði Speidel að lokum.
„Ég er hræddur um ekki, herra
hershöfðingi."
Yfirforingi Stór-Parísar lagði á-
haldið á. Hann mundi ekki hringja
aftur til Speidels.
Síðar um kvöldið, á leið til Jier-
bergis síns, mætti von Choltitz
Ebernach höfuðsmanni, sem bað
leyfis um að fara með eyðingar-
flokk sinn burt úr París. Sagðist
hann mundu skilja eftir hóp manna
til þess að kveikja í þeim sprengj-
um, sem hann hefði komið fyrir.
„Ebernach,“ svaraði von Cholt-
itz reiðilega við hinn unga for-
ingja, „farið burt með alla yðar
menn.“ Síðan sneri hann við hon-
um baki og fór sína leið.
ÞEGAR RAUÐRÖNDÓTTV RVX-
URNAR DÖNSUÐU
Hinn 25. ágúst: Himininn var
lieiður og blár, dagurinn fagur og
fullkominn. Þegar II D B og U.S.
4. (Fjórða Bandariska Herdeildin)
héldu inn i borgina þvínær mót-
spyrnulaust, tóku glaðir Parísarbú-
ar fram fjársjóði, sem þeir lengi
höfðu falið og geymt, einmitt fyrir
þennan dag: rykuga kampavíns-
flösku, lieimatilbúinn þrílitan fána,
Stars and Stripes (bandaríska fán-
ann) saumaðan eftir minni. Götur,
sem höl'ðu verið auðar, fylltust
skyndilega svo af fagnandi fólki,
að ekki varð þverfótað. Stúlkur og
börn hengu utan á hverjnm skrið-
dreka og brynvagni eins og ávaxta-
klasar. Mannfjöldinn kastaði blóm-
um og hljóp á eftir fylkingunum,
hrópandi og æpandi.
Meðfram leið Bandaríska hersins
voru brátt komnir ökladjúpir
blómaskaflar og Marshall majór
taldi ö7 kampavinsflöskur í jeppa
sínum, er hann nálgaðist Seine,
skammt frá Les Invalides (öryrkja-
gistihúsið). Þá mátti sjá marga þá
sjón, sem aldrei gleymdist.
Stanley Kuroski sá „gamlan mann
með Vilhjálmskeisara-skegg og með
allar sínar orður, standa teinrétt-
an, og stór tár renna niður kinn-
ar hans.“ Barnley Oldfield ofursti
man bezt eftir gamalli konu, sem
lá á sjúkrabörum og liorfði á lier-
inennina í spegli, sem lialdið var
yfir höfði hennar. „París er frjáls!
Paris er frjáls!“ endurtók hún í
sífellu.
Það sem mörgum úr björgunar-
liðinu varð starsýnt á í París voru