Úrval - 01.10.1966, Qupperneq 11
GARÐYRKJUMAÐURINN í CHILANGA
9
EYÐIMERKURRÓS
Eftir að Karibastíflan hafði ver-
ið byggð, tók vatn að flæða yfir
Gwembedalinn ofan hennar. Sand-
er eyddi þá hálfsmánaðarleyfi í að
leita þar að ýmsum jurtum, sem
hefðu ef til vill orðið útdauðar.
Hann fann þar hina sjaldgæfu eyði-
merkurrós, sem hefði kannske orðið
alveg útdauð í landinu, hefði Sand-
er ekki bjargað henni frá tortím-
ingu. Rós þessi hefur geysimiklar
rætur. Hann var mjög hræddur um,
að jurtin mundi eiga erfitt upp-
dráttar í hinum nýja jarðvegi sín-
um, og því gróf hann upp heilt
tonn af hinum harða jarðvegi, sem
hún óx þarna í, og flutti hann með
rósinni til hennar nýju heimkynna.
Margar athyglisverðustu jurtirn-
ar í Munda Wanga hafa verið gefn-
ar Sanders af gestum, sem í garðinn
hafa komið og fyllzt aðdáun vegna
þessa mikla afreks hans og sent
honum jurtir, eftir að heim var
komið. í einu horni garðsins kinka
gular Kaliforníu-draumsóleyjar
kollinum í ljúfri golunni. Þær eru
gjöf afrísks aðdáanda, sem hýr nú
í Ameríku. f öðru horni getur að
líta einu Malaccareyrtrén í Zambiu,
en þau eru gjöf frá óðalssetri einu
í Austur-Transvaal. Við örmjóan
gangstíg niðri við ána getur að
líta hvít og gul blóm á geysistóru
„trjágæsablómi", sem líkist runna.
Það var tilviljun ein, að þessi
fagra jurt komst til Munda Wanga.
Kona ein frá Zambiu var í sumar-
leyfi í Singapore. Hún keypti þar
brothættan vasa og vafði utan um
hann þurrum stönglum jurtar einn-
ar, sem vaxið hafði fyrir utan hó-
telgluggann hennar, en hún virt-
ist nú vera alveg visnuð. En þegar
til Zambiu kom, tóku að vaxa sprot-
ar út úr stönglunum. Og vinur
Sanders sendi einn slíkan sprota
til Munda Wanga. Annar vinur
hans kom með þriggja feta háan
kaktus, sem hann hafði fundið í
ruslhaug hjá hinum opinbera grasa-
garði í Durban.
ALÞJÓÐLEGIR REKKJUNAUTAR
Svona mætti lengi telja. Jurtir,
tré og runnar hafa streymt að úr
öllum áttum og frá flestum svæð-
um jarðarinnar. Með sjaldgæfu
samblandi snilligáfu og kunnáttu,
þolinmæði og varfærnislegrar um-
hyggju hefur Sander einhvern veg-
inn tekizt að halda lífinu í öllum
þessum aðkomugestum og fá þá
jafnvel til þess að þrífast og dafna
vel. Garðyrkjumenn og sérfræð-
ingar á sviði jurtafræðinnar eru
alveg steinhissa á því, hvernig
Sander tekst þetta. Eitt sinn bár-
ust honum nokkur „fjaðrasópstré"
frá regnskógum Brasilíu, og jurta-
fræðingar flýttu sér að fullvissa
Sander um, að það væri útilokað að
rækta þau í hinum þurra hita
Munda Wanga. Samt gróðursetti
Sander trén. Svo þegar þau tóku
að fölna og visna, þóttist hann hafa
fundið, hvað að þeim gengi. Þar
var um furðulega sjúkdómsgrein-
ingu að ræða. Hann sagði, að þau
þjáðust af sólbruna! Hann smurði
vaselíni varfærnislega á stofn
þeirra, og trén héldu lífi.
Honum hefur tekizt að gera sann-
kölluð kraftaverk með þessari var-
færnislegu umönnun sinni. í Munda