Úrval - 01.10.1966, Page 18
Undirbúningur að
jarðrækt á Mars
Rannsóknir hér á jörð, koma öðrum hnöttum til góða.
Eftir William D. Hartley.
tanford Siegel heitir maður
IKSI sá sem stendur fyrir tilraun-
um um jurtarækt í Tarry-
“■ town (í New York). Hann
nýtur styrks frá Geimsiglingaráði
Bandaríkjanna, en þó mundi upp-
skeran af tilraunum hans tæplega
nema einni skeppu.
Hann er að rannsaka hina furðu-
legu aðlögunarhæfni jurtanna hér
á jörð við nýjum og breyttum skil-
yrðum. Vel getur farið svo að rann-
sóknir hans á kolefnasamböndum
geri það kleift að rækta korn og
grænmeti neðansjávar. Þær geta
líka orðið til þess að fram verði
leiddar korntegundir, sem hafi
miklu meira vítamínmagn í sér
fólgið en þekkzt hefur, og sítrónur
og appelsínur sem þoh frost.
Siegel hefur fryst jurtir, svipt
þær súrefni að nokkru leyti, reynt
að rækta þær í lofti mettuðu am-
moníaki, eða í söltu vatni. Þó
furðulegt sé, lifðu sumar þeirra
þetta af, og héldu áfram að vaxa
og æxlast. Einstaka jurt varð betri
til manneldis en áður.
Til rannsókna sinna fær hann
60000 dollara styrk frá NASA. „Ef
við tökum okkur fyrir hendur að
rannsaka aðra hnetti og leita að
lífi og lífsskilyrðum þar, þurfum
við fyrst að vita hvaða jurtir, ef
16
Wall Street Journal