Úrval - 01.10.1966, Side 19
UNDIRBÚNINGUR AÐ JARÐRÆKT Á MARS
17
nokkrar eru, mundu geta lifað við
þvílík skilyrði, sem þar væri að
finna“, segir Josept Saunders, sá
sem stjórnar jurtarannsóknum með
tilliti til umhverfisins, fyrir NASA.
Siegel hefur reynt að líkja eftir
loftslagi á Mars í rannsóknarstofu
sinni, og kanna hvort viðlit væri að
rækta jurtir, er hér spretta, við slík
skilyrði. Þær jurtir, sem hæfastar
reynast til þess, kynnu að geta
gefið bendingu um það hvernig
jurtalífi á Marz er háttað. Með
aukinni þekkingu verður unnt að
bæta rannsóknarskilyrðin til mik-
illa muna, og framleidd munu verða
tæki til að leita að þessháttar líf-
tegundum. Mun sá útbúnaður vera
hafður innanborðs í geimskipum
þeim, sem ætlað er að lenda á Mars
einhverntíma á árunum 1973 til
1975.
Hann gerir tilraunir sínar í klefa
þar sem loftið er samsett nákvæm-
lega eins og er í lofthvolfi Mars:
minna en einn tíundi af prósenti af
súrefni, en hitt er köfnunarefni og
kolsýra (hér er h.u.b. 21% súrefni).
Þykkblöðungur nokkur í Norður-
Afríku, sem kallast haworthia, lifði
ekki nema einn mánuð við þessi
skilyrði, en svo kom að því að Sie-
gel sá þrjá smáa sprota koma upp
í grennd við þessa dauðu plöntu.
Jurtin hafði áður en hún dó, skotið
frjóöngum niðri 1 moldinni, sem nú
horfðu við Ijósi. Þessar nýju jurtir
lifðu og blómguðust í loftslagi, sem
var eins og á Mars.
Þessi jurtafræðingur náði sama
furðulega árangrinum með jurtir,
sem spruttu við 10% súrefnismagn,
en það er hundraðfalt á við það
sem gerist á Mars, en þó ekki nema
helmingur á við það sem hér ger-
ist. Rófur og hreðkur spruttu helm-
ingi örar en jurtir sem nutu
venjulegs magns af súrefni. Sperg-
ill, sem látinn var vaxa við 10%
af súrefni, hafði mýkri stöngla.
Jurtir verða líka því laufríkari sem
súrefnið er þynnra í loftinu, sem
þær anda að sér, svo að ætla má
að gott sé að rækta salat og spínat
við slík skilyrði. Siegel hugsar sér
víðlenda akra varða plastþökum,
og ætti þar að mega hafa súrefnis-
magnið jafnt og hæfilegt.
Honum hefur tekizt að rækta
bygg við 1% til 5% efnismagn af
súrefni. í þessu byggi gerðust efna-
breytingar, sem verða þegar brugg-
að er (sterkjan breytist í sykur)
helmingi hraðari og betri en ann-
ars. Hann hefur ræktað hafra á
svipaðan hátt, og fúndið, að þá varð
vítamínforði þeirra miklu meiri en
venjulega, þannig að af c og e víta-
mínum var helmingi meira og af
b-1 30% til 40% meira en annars.
Sú breyting verður einnig á jurt--
unum, að þær þola betur kulda og
frost. Lítið pálmatré sem látið var
þola frá 65 stiga hita til 5 stiga
undir frostmarki á einum sólar-
hring, lifði í fimmtán daga eftir
það. Ef pálminn hefði átt að þola
þetta við þá samsetningu loftteg-
unda, sem við eigum að venjast,
hefði hann dáið þegar í stað.
Hann hefur reynt að rækta jurt-
ir í súrefnislausu lofti. Við eina af
þessum tilraunum hafði hann fræ
af 200 jurtategundum, og af þeim
tókst honum að láta 20% spíra. Og
fyrir stuttu tókst Siegel að láta