Úrval - 01.10.1966, Síða 21
Spuriu Og Hlustabu
Þit spyrð, og það er eins og þú hafir komið skriðu af
stað; grjót og urð hreyfist úr stað og skriðan er byrjuð.
Eftir Hardi Reeder Campion.
En hvað það er ánægjulegt þeg-
ar samræður verða á þann
hátt að eitt leiðir af öðru og hvert
umtalsefnið tekur við af öðru,
þannig að það vekur skilning þeirra
sem talast við, hvers á öðrum. En
hvað það er ánægjulegt þegar svo
verður, en því miður er það sjald-
an. Sjaldan skiptast á orð og endur-
þögn, og samband okkar er ekki
alltaf með bezta móti. En með
þeirri töfralist sem það er að spyrja
jafnan þeirrar spurningar sem við
á hverju sinni, má opna svo far-
veg samræðnanna að þær fari að
streyma fram.
Þessari merkilegu aðferð kynnt-
ist ég fyrst hjá skólastýrunni
í barnaskólanum hjá okkur. Ég var
að kvarta undan honum Ragnari
syni okkar. „Hann þykist vera að
hlusta á það, sem ég segi honum,“
sagði ég, „en hann tekur ekki eftir
neinu“.
Skólastýran brosti, og sagði: „Þú
ættir ekki að segja honum, heldur
spyrja hann.“
„Um hvað ætti ég að spyrja?"
„ Ja, hvað heldurðu að hann vildi
tala um?“
Ég var dálitla stund að átta mig
á þessu en skyndilega rann það
upp fyrir mér að skólastýran hafði
beitt við mig sömu aðferð og hún
var að raðleggja mér. Með þessari
snjöllu spurningu hafði hún vakið
athygli mína á réttan hátt, því ann-
anrs hefði ég aldrei farið að hugsa
málið sjálf.
„Það ætti að spyrja hvern áð-
ur en farið er að segja honum.“ —
Þessi ráðlegging virtist of hvers-
dagsleg til þess að eftir henni væri
farandi. En ég fór nú að muna
eftir því, að ég hafði stundum gert
of mikið að því að „segja fyrir“,
það er að endurtaka námsefnið
þangað til hringt var út úr kennslu-
Christian Herald
19