Úrval - 01.10.1966, Qupperneq 33
FRAMÞRÓUN MANNSINS
31
Áður en nútíma hnefaleikar hóf-
ust í Englandi, voru handalögmál
vinsæl skemmtiatriði þar á hverj-
um markaðsdegi, og börðust kepp-
endur þá með spýtum eða lurkum.
Hinn sigraði gat ekki gert sér vonir
um að sleppa með minni áverka en
brotna höfuðkúpu. Fyrstu hnefa-
leikakapparnir börðust berhentir
og þeir börðust raunverulega, þar
til yfir lauk. Lotu lauk ekki fyrr
en annar hafði verið barinn niður.
Sumar lotur stóðu í hálfa klukku-
stund.
Þegar John Heenan, bandaríski
hnefaleikakappinn keppti við Tom
Sayers frá Englandi um heims-
meistaratignina í þungavigt árið
1860, urðu loturnar 42 að tölu. í
síðustu lotunni var Sayers svo ör-
magna, að hann gat ekki risið á
fætirr, heldur lá þvert yfir hné
aðstoðarmanns síns. Þá gekk Hee-
nan til hans og barði hann misk-
unnarlaust í höfuðið, þar sem hann
lá, svo að hann féll í öngvit.
Á landnematímanum börðust
amerískir hnefaleikakappar alltaf
þangað til yfir lauk, og þá var
leyfilegt að beita hvers kyns brögð-
um. Það var algerlega löglegt að
sparka í kviðinn á andstæðingnum
eða krækja úr honum augun. Menn
komu oft frá þessum ruddalegu og
grimmilegu viðureignum blindir eða
örkumla.
OPINBERAR SÝNINGAR
Evrópsk alþýða skemmti sér á
16. og 17. öld við opinberar aftök-
ur og galdra- og trúvillingabrenn-
ur (autos-da-fé), þar sem hópar
manna voru brenndir á báli. Álitið
er, að um 50.000 manna hafi verið
brenndar á báli í Evrópu á 16. öld.
Þegar blómatími rannsóknarréttar-
ins stóð sem hæst á Spáni, voru
karlar og konur shtin í sundur á
pínubekknum, drepin imdir ofsa-
legu fargi eða brennd hfandi, og
var slíkt áhtið mjög uppbyggilegt
fyrir almenning. Er logarnir eyddu
fórnardýrunum, lyftu foreldrar
börnum sínum hátt á loft, svo að
þau gætu því betur notið þess, sem
til skemmtunar var!
Henging glæpamanna vor opin-
ber skemmtun í Lundúnum allt
fram til ársins 1868. Fanginn var
fluttur í vagni til Tybrun, og vagn-
inn elti æpandi lýður. Jafnvel dauð-
inn var án alls virðuleika. Á með-
an fórnarlambið engdist í síðustu
kvalateygjunum, lét lýðurinn rigna
yfir hann grjóti, aur og alls kyns
óþverra. Og þegar hann gaf loks-
ins upp öndina, ruddist lýðurinn að
til þess að rífa tætlur af fötum hans
til minningar um athöfnina.
Hræðileg hegning varð hlútskipti
þeirra, sem sigraðir voru í styrjöld-
um. Vilhjálmur sigurvegari lét
höggva þumalfingurna af öllum
þeim ensku bogmönnum, sem tekn-
ir voru til fanga í orrustunni við
Hastings. Þeim átti ekki að veitast
annað tækifæri til þess að spenna
bogann!
Cæsar lét höggva í sundur há-
sinina á Göllum af þeim ættflokk-
um, sem sýndu honum mótspyrnu
Sinin var höggvin eða skorin í sund-
ur aftan á lærunum og fæturnir
þannig gerðir gagnslausir þaðan í
frá. Jafnvel Napóleon lét ekki sitt
eftir liggja. Þegar hann þurfti að