Úrval - 01.10.1966, Blaðsíða 34
32
ÚRVAL
losa sig við 8.000 fanga í herferð-
inni í Egyptalandi, skipaði hann
svo fyrir, að þeir skyldu allir lagðir
sverði varnarlausir.
LIFANDI LÍK
Ef til vill hefur grimmd mann-
anna þó náð hámarki í meðferð
þeirri, sem sakamenn og vitfirring-
ar urðu að þola af höndum með-
bræðra sinna. Viðhorf þjóðfélags-
ins var á þann veg, að slíkt fólk
hefði þegar fyrirgert réttinum til
þess að skoðast mannlegar verur
og því skyldi meðhöndla það sem
hættuleg villidýr.
Allt fram til 1800 voru sakamenn
venjulega geymdir í neðanjarðar
dýflissum, sem þeir voru látnir síga
niður í. Og þar urðu þeir að berj-
ast við rotturnar um þann auma
matarskammt, sem kastað var niður
til þeirra um gat á loftinu. Þar
voru þeir dæmdir til þess að rotna
lifandi án hita, birtu eða læknis-
hjálpar.
í Newgatefangelsinu alræmda í'
Lundúnum var fangelsisstjórastað-
an seld hæstbjóðanda. Sá, sem gekk
með sigur af hólmi árið 1762,
greiddi 5.000 sterlingspund fyrir
þau forréttindi að fá að svipta fang-
ana hinum brýnustu lífsnauðsynj-
um.
Þegar fangarnir stigu inn í fang-
elsið, voru þeir settir í járn, sem
voru svo þung, að þeir gátu sig
vart hreyft. Múturnar fyrir að
„losa fanga úr járnum“ voru í
beinu hlutfalli við greiðslugetu
hvers fanga. Fótajárnin voru ekki
tekin af fyrir minna en 2 sterlings-
pund, en það kostaði meira að losna
við handjárn og hálsjárn. Kerti og
vatn var selt á svimháum verðum.
Einu matarbirgðirnar, sem ríkið lét
af mörkum, voru hálft pund af
brauði og tæp 60 grömm af kjöti
á viku. Fangelsisstjórinn græddi
ofsafé á öllum aukalegum matar-
birgðúm, sem föngunum voru seld-
ar. Einmenningsklefar fangelsisins
voru gluggalausir og alsettir járn-
oddum. Eina rúmið var hálmbingur,
morandi í óþrifum.
En þessi villidýrabúr voru næst-
um ákjósanlegri en opnu „almenn-
ingarnir", þar sem þjófar og sið-
spillt fólk af báðum kynjum og á
öllum aldri bjó saman í einum
hrærigraut Þessir stóru hópklefar
voru troðfullir af sjúkum og tötrum
búnum föngum eða samtals 1200
föngum og fjölskyldum þeirra. Það
var ekki um að ræða neina mats-
eld, nein böð né neinar hreinlætis-
reglur. Það var ekkert gert fyrir
fangana í því efni. Það er ógern-
ingur að lýsa óþrifnaðinum og
ringulreiðinni, sem þar ríkti.
Áfengi var selt í fangelsinu, og
hver sá fangi, sem átti hálft penny,
gat orðið dauðadrukkinn. Hver
nýr fangi varð að veita öllum í-
búum síns hópklefa nóg áfengi, er
hann slóst í hópinn. Að öðrum kosti
var hann rændur og laminn í öngvit.
Meðferðin, sem vitskert fólk mátti
þola, var algerlega ótrúleg. í 12
aldir, eða allt frá 6. öld til 1750, var
álitið að djöfullinn hefði tekið sér
bústað í hinum vitskertu, og því
var það skylda réttlátra og rétt-
þenkjandi manna að reyna að losa
fólk þetta við hina illu anda með
alls kyns grimmd.