Úrval - 01.10.1966, Qupperneq 42

Úrval - 01.10.1966, Qupperneq 42
40 og má líkja þeim við gimsteina, t.d. „umberið heimskingjana með gleði, þar sem þér sjálfir eruð svo vitrir," og „látið sólina ekki ganga til viðar, áður en þér hafið unnið sigur á reiði yðar.“ Bréf Páls til Rómverja er lengsta bréf hans og jafnframt hans mesta meistaraverk. Hann ræðir þar um náðina, verðleikana og frjálsan vilja mannsins, og framsetning hans ein- kennist af hnitmiðuðum krafti. Þetta er það rit, sem kristnir guð- fræðingar geta ekki án verið. Kjarni kenninga Páls er endur- lausn og frelsun mannsins. Að hans áliti lifði allt mannkyn í synd þangað til Guð sendi Jesú son sinn til þess að frelsa það. Með lífi sínu hér á jörðu og dauða sínum á kross- inum frelsaði Jesús mannkynið. Hvaða þýðingu hefur þetta fyrir einstaklinginn? Páll heldur því fram, að með hjálp guðlegrar náðar getum við stuðlað að sáluhjálp okkar fyrir kraft trúar okkar. Páll talar um, að við þurfum að losa okkur við okkar „fyrri mann“, og þetta viðhorf hans virðist sem end- urskin af hans eigin afturhvarfi, er hann sá sýnina á leið sinni til Damaskus. Hinn „nýi maður“ lifir í Kristi og „dauðinn hefur ekki lengur. vald yfir honurn". Maður- inn, sem áður var einmana og yfir- gefinn, finnur nú nýja gleði í nánu samfélagi við alla meðbræður sína og sjálfan Krist. Og Páll lýsir því yfir sigrihrósandi, að þegar við í lok tímans sameinumst Drottni í allri hans dýrð, munum við ekki lengur sjá hann „í gegnum gler, ó- ÚRVAL greinilega, heldur augliti til aug- lits.“ RÓMVERSK BARÁTTUKENND Síðan tóku óveðursský að hrann- ast upp umhverfis Pál. Við sjáum honum bregða fyrir sem snöggvast í Korinþuborg, þar sem hann er að ráðgera ferð til Rómaborgar, þegar skyldan kallar hann svo til þess eina staðar, sem er álitinn hættu- legur fyrir hann, til Jerúsalem- borgar. Söfnuðir hans hafa safnað fé fyrir hina snauðu móðurkirkju þar, og Páll er beðinn um að gerast formaður sendinefndar, sem færa skal kristna söfnuðinum í Jerúsal- em samskotaféð. Hann heldur til Gyðingalandsins með illu hugboði. Þar ríkir nú á- köf úlfúð meðal leiðtoga Gyðinga Þegar Páll stígur fæti sínum í musterið, er honum tekið með and- úð. Hann mætir þar mikilli mót- spyrnu. Hann er ranglega ákærð- ur fyrir að hafa smyglað heiðingjum inn í helgidóm musterisins, sem var eitt hið versta afbrot og gat haft dauðann í för með sér. Óeirða- seggir kasta sér yfir hann og draga hann út úr musterinu, berja hann og þjarma svo að honum, að hann er nær dauða en lífi. Á allra síð- ustu stundu skerst foringi róm- verska varðliðsins í leikinn ásamt nokkrum hermönnum og nær Páli úr höndum lýðsins. Það er skylda varðliðsforingjans að yfirheyra Pál. Aðfarirnar minna okkur á yfirheyrslurnar yfir Jesú. Páll er einnig reiðubúinn að fórna lífi sínu. En baráttukennd sú, sem innra með honum býr, hvetur hann
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.