Úrval - 01.10.1966, Síða 51
SKEMMTIFERÐ TIL ...
49
það Lapataia, en sjóferðin átti að
standa yfir í 28 daga. Lindblad tók
skipið á leigu, en argentískir sjó-
liðsforingjar stýrðu því.
Leiðangurinn var fyrst og fremst
til þess gerður að fylgjast með því
sem verið var að gera á hinum
ýmsu vísindastöðvum á Suður-
heimsskautslandinu. Hver sem vildi,
fékk að taka þátt í ferðinni. Ferða-
fólkið fékk að heimsækja forseta
Argentínu, Alfredo Illia, sem átti
við það óformlegt viðtal í 45 mín-
útur, og það kom við í Mar del
Plata, sem er frægasta baðströnd
Argentínu, Puerto Belgrano, aðal-
stöðvum flotans, og í Ushuaia, sem
er syðsta borg jarðarinnar og er
á Eldlandi, Terra del Fuego.
Meðan staðið var við í Puerto
Belgrano var farið með ferðafólk-
ið í vögnum, sem herinn átti, inn
á meginland Patagóníu á einn af
hinum stóru búgörðum. Þar var
framreitt kjöt steikt á teini og
framreiðslumennirnir klæddir í
spænska þjóðbúninga. Síðan voru
dansaðir þjóðdansar til að skemmta
gestunum.
Leiðin til Ushuaia var 115 km og
farið var í gegnum Beagle-skurð.
Það eru landamæri milli Argentínu
og Chile. Ushuaia er ömurleg borg
og blása þar að jafnaði kaldir vind-
ar, og fjöll að baki. Stjórn landsins
er að byggja stórt ferðamannahót-
el í borg þessari.
í styzta bálki Andesfjalla eru
fögur vötn á víð og dreif. Argen-
tína leitast við að laða ferðamenn
að þessu fjallauðuga landi, og er
í ráði að stofna þar þjóðgarð, með
gististöðvum í og umhverfis Lapa-
taia-vatn.
Leiðangursmenn komu við í
fjórum argentískum, einni banda-
rískri, og einni enskri vísindarann-
sóknarstöð sem allar eru á Palmer-
skaga sjálfum, á Anvers-eyju vest-
anvert, og á Suður-Suðureyjum, og
þ.á.m. á Deception-eyju, Svika-
eyju, norður af meginlandi álfunn-
ar.
Palmer-tangi, sem líka kallast
Graham land, er yzt á þeim mikla
skaga, sem gengur til norðurs til
móts við syðsta hluta Suður-Ame-
ríku. Þessi hálendi tangi er fram-
hald af Andesfjöllum, sem lækka
allt í haf niður þar sem Drakes-
sund er milli Atlantshafs og
Kyrrahafs, og er sund það allt að
því 1000 km á breidd.
Með leiðangri þessum tókst að
sýna fram á það að skemmtiferða-
lög til Suðurheimskautslandsins
eru vel framkvæmanleg á þessari
öld hinna örskjótu flugvéla. Ferð
þessi sem tók fjórar vikur, hefði
mátt stytta í þrjár með því að fljúga
frá Buneos Aires til Ushuaia, og
stíga fyrst á skip þar.
Unnt er að fljúga beint til Suð-
urheimskautslandsins og lenda þar,
en það yrði mjög dýrt ferðalag.
Unnt mundi vera að reisa lítil gisti-
hús og koma á tímabundnum flug-
ferðum á stað og stað. En á þessu
helkalda, auða og lífvana landi er
ekkert að hafa, allt verður að flytja
að um langa vegu, á þessum stutta
tíma um hásumarið, þegar hitinn
fer varla yfir frostmark. Sá er
kosturinn við að ferðast með
skipi, að þar er allt sem hafa þarf,