Úrval - 01.10.1966, Blaðsíða 52
50
ÚRVAL
og það er eina farartækið, sem
flutt getur ferðamenn úr stað.
Suðurheimskautslandið líkist
engu öðru landi og það er stórfurðu-
lega fagurt. Þegar siglt er suður
með Palmer-skaga milli lands og
eyja, en það verður að gera með
mikilli varúð, blasir við augum hver
furðusýnin annarri meiri, blásvartir
klettar, sem rísa úr köldu róti sæv-
arins, fjallajakar, endalausar breið-
ur af rekís, eða smærri flotar, sem
girða alla vesturströndina.
Milli fjallatindanna, bæði á meg-
inlandi og eyjum, eru jöklar og
skriðjöklar, sem stefna hægt, en
jafnt til hafs, brotna þar og steyp-
ast í hafið. Rís þar mörg fögur
kirkja, margar kynjamyndir, snæ-
bjartar og fagrar, rákaðar dimm-
bláu, og mundi skáldi verða létt
um að yrkja hér.
Annað það sem ferðamarini þykir'
gaman að skoða eru mörgæsirnar.
Þær eru skrítnastar allra skrítinna
fugla, og brjóstið er svo tandur-
hvítt að engin skyrta við veizlu-
búning jafnast á við það. Þar eru
líka selir, af ýmsum tegundum. Þar
er steypireyðurin, bláhvelið,
stærsta dýr sem lifir hér á hnett-
inum og lifað hefur, og minni hval-
ir. Allir fuglar og dýr álfunnar
lifa af sjófangi og flestir lifa í sjó.
Á landi er enga björg að hafa.
Finn Ronne, Norðmaður að upp-
runa, hefur unnið meira að rann-
sóknum á álfunni en nokkur einn
maður annar og hann var einn áf
þeim sem stjórnuðu fyrsta leiðangri
ferðamanna þangað. En þetta er haft
eftir honum þegar hann kom aft-
ur: „Suðurheimskautslandið verður
aldrei samt og það var áður.“
VINDHEIMAR, HELHEIMAR
Stórviðri og ofsarok með grimmd-
arfrosti munu flesta mánuði árs-
ins nægja til að bægja flestum
ferðamönnum frá Suðurheims-
skautslandinu.
Brezka nýlendumálaráðuneytið
segir tvo menn dauða, Thomas John
Alley og John Fraser, sem voru í
athuganastöð á vesturströnd Suð-
urheimsskautslandsins. Fimm hund-
ar fundust dauðir þegar annar
flokkur kom að stöðvum þeirra.
Greinilegt var að stöðin hafði
orðið fyrir fárviðri, katabalik-
stormi, sem getur náð allt að því
160 km hraða á klukkustund, og
hefur fylgt storminum skafrenning-
ur og grjótflug eða skriður úr fjöll-
um.
Faðir minn hafði verið í fótgönguliðinu á vígstöðvunum við Bastogne
veturinn 1944—1945, þar sem hin fræga „Orrusta um Bunguna" var
háð. Ég spurði hann því að því, hvort hann ætlaði að sjá kvikmyndina
„Orrustan um Bunguna", sem var nýbyrjað að sýna. „Nei,“ svaraði
hann, „ég sá leikritið." C.E. Snyder