Úrval - 01.10.1966, Side 64
62
„Ég sagð' ‘enni að flýta sér á eftir
‘onum“. Hér fellur i-ið einnig aftan
af sögninni, sökum samruna í fram-
burði. Þannig tölum við og þannig
eigum við einnig að lesa. Hér kemur
því í ljós alveg hliðstæð framburðar-
regla við þ-regluna hér að framan,
og er hún þessi: í orðum, sem byrja
á h, fellur h-ið niður í framburði,
þegar orðið er áherzlulaust í setn-
ingu, en er borið fram hafi orðið
áherzlu.
Við prófun mun koma í ljós, að
reglur þessar gilda undantekningar-
laust. Séu þær hafðar i huga við
lestur, eru stigin veruleg spor í átt
ÚRVAL
frá „lestrar-tóni“ til lifandi mælts
máls.
Þessar fáu línur geta engan veginn
gefið nokkra tæmandi mynd af skoð-
unum mínum á þessum málum öll-
um, enda eru þær fyrst og fremst
fram settar í þeirri von að vekja
góða menn til umhugsunar og um-
fram allt til athafna í þessu menn-
ingarmáli. Það má ekki lengur
spyrjast um okkur, að mælt mál sé
vanrækt á íslandi, að við íslending-
ar kunnum ekki að meta íslenzka
tungu, eins og hún hljómar fegurst
af vörum íslenzkra manna á tutt-
ugustu öld.
Mesta tímaeyðsla okkar mannanna í dag er sú, að sinna ýmsum
kurteisisskyldum, sem við köllum svo. Með þessu á ég við, þegar
við eyðum tíma okkar með fólki, sem við eigum ekkert sameiginlegt, og
getum ekki með nokkru móti átt ánægjustund eða á nokkurn hátt góða
stund með.
Auðvitað verður ekki hjá því komizt, að eyða einhverju af dýrmætum
tíma sínum á þennan hátt, en við ættum að minnka þá tímaeyðslu eins
mikið og okkur er unnt. Við getum hreinlega vanið okkur á að neita að
heimsækja Pétur og Pál vegna þess að til þess er ætlazt.
Við getum neitað og eigum að neita, að láta leiðindaskjóður eyða tíma
okkar, né heldur eyða tímanum við að skemmta fólki, sem hefur kannski
ekkert gaman af okkur, og hvorki það eða við höfum nokkur not eða
ánægju af samverunni.
Það er ekki margt fólk í veröldinni, sem við getum notið lífsins með.
Af hverju skyldum við þá vera að eyða lífi okkar í samvistir við fólk,
sem okkur leiðist? L.A.G. Strong
X
Hér er töluð enska, spænska, og ítalska. Get líka þagað á þessum þrem
tungumálum.
Skilti fyrir utan rakarastofu í Mið-Englandi.