Úrval - 01.10.1966, Síða 70
68
ÚRVA£ -
Orð og orðasambönd
Hér fara á eftir 20 orð og orðasambönd með réttri og rangri merkingu. Próf-
aðu kunnáttu þína í íslenzkri tungu og auk bú við orðaforða þinn með því að
finna rétta merkingu. Gæt þess, að stundum getur verið um fleiri en eina rétta
merkingu að ræða. Til gamans getur lesandi gefið sjálfum sér einkunn og metið
þannig getu sina, þ.e. 0.5 fyrir hvert rétt svar og tilsvarandi lægri einkunn
fyrirsvarið, ef um er að ræða fleiri en eina rétta merkingu og hann hefur aðeins
tekið fram aðra eða eina þeirra.
1. öndvegi: dauðdagi, hásæti, þröngur stígur, einstigi, afkimi, tignarsæti,
byrjun, val, manndráp, stefni, ringulreið, erfiðleikar.
2. bollok: gauragangur, hávaði, gróft vaðmál, búhókur, höfuðfat, hlussa,
gímald, flikki, puð, undirferli, okur.
3. umbun: samúð, flökurleiki, mildi, velta, laun, sættir, endurgjald, hefnd,
íhygli, forsmán.
4. að blota: formæla, taka enda, frjósa, þorna, hlána, digna, þykkna upp,
hvessa, lygna. ■
5. ildi: köfnunarefni, súrefni, fýla, rotnun, logi, suða, suðumark, deilur,
bólga, drusla, vonzka.
6. ökkur: dimma, fengur, ílát, áhald, vandræði, reykur, mistur, galli, hindr-
un„ bólga, lýti, hnoss.
7. kirfilegur: snotur, rosalegur, lotinn, kauðalegur, ruddalegur, vandlegur,
druslulegur, vel gerður, hryssingslegur, þurr á manninn.
8. keyfandi: mótbyr, undiralda, ósjór, skafrenningur, hvassviðri, bleyta,
mökkur, letilegur gangur, trítl, stik, slydda, úrkoma.
9. doðrantur: ruddi, sóði, kauði, þykk bók, skorkvikindi, fugl, máttleysi,
lasleiki, aðalsmaður, áhald, ílát, steintegund, skartgripur, litið kver.
10. mér er enginn akkur 1 því: það er mér ekkert til ama, mér er alveg sama
um það, mér er enginn hagur að því, mér stendur enginn beygur af því,
ég skil ekkert í því, ég skil Það til hlítar, ég skipti mér ekkert af því.
11. jöfur: konungur, rándýr, brún, endimörk, rifriidi, jag, júgur, trefjaefni,
strigi, óþokki, þræll, fugl, í koki.
12. að epjast: aflagast, híma, slæpast, blotna, vaðast út, herpast saman, rífast,
kólna, óhreinkast.
13. að erja á e-m: sýna e-m yfirgang, ráðast á e-n, rifast við e-n, tala illa um
e-n, hindra e-n i e-u, setja ofan í við e-n, nauða á e-m.
14. mér ægir þetta: ég er hissa á þessu, ég skil Þetta ekki, é ger hræddur við
þetta, þetta er mér til ama, ég tek mér þetta nærri, þetta veldur mér tjóni,
ég get ekki gleymt þessu, ég er hneykslaður á þessu.
15. að ugga að sér: hugsa sig um, eiga sér einskis ills von, óttast, beita sjálfan
sig hörðu, gruna e-ð, gæta sin, sýna óvarkárni, draga til sín, svæla undir sig.
16. ímugustur: fárviðri, gauragangur, hávaði, undirferli, andúð, vopn, ó-
vættur, væl, ískur, léttur andblær, deilur, rifrildi, ákúrur, jag.
17. að yppa: taka upp, derra sig, hrósa, lyfta, ýta, toga í, hrinda, velta, refsa,
striða.
18. seyrnaður: súr, úldinn, fúinn, óhreinn, hrumur, klæminn, illur, móðgað-
ur, uppþornaður, gegnsósa, hertur, sýrður.
19. að tyrta: refsa, aga, stjórna, atyrða, finna að, Þekja, útbúa, slíta, rífast,
stríða.
20. sprund: rifa, skora, rispa, norn, kona, oddur, skeina, ögn, jörð, blettur,
gusa, orðrómur, vafamál. hnýsni. •