Úrval - 01.10.1966, Síða 108
106
ÚRVAL
mínútum á undan mér, en það
þýddi, að ég varð að vinna upp
næsum 5 mínútur á þessum síð-
ustu 10 mílum, ef mér átti að tak-
ast að sigra. Nú þýddi ekki leng-
ur að liggja á liði sínu né leyfa
hundunum slíkt, heldur varð nú að
duga eða drepast og keyra þá á-
fram til hins ýtrasta. Ég fór því að
æpa og ýta sleðanum upp brekk-
urnar, og nú fór hundunum að miða
áfram, svo að um munaði.
Og svo dundi ólánið yfir! Ekki all-
langt í burtu var hópur elgsdýra á
leið í áttina til greniskógarins, og
hundarnir breyttu stefnunni og
æddu á eftir þeim eins og óðir væru.
Ég hrópaði og togaði af öllum mætti
Höfu ndur.
í taugina, sem eykið var fest í, en
þeir drógu mig á eftir sér í snón-
um, líkt og um snjóplóg væri að
ræða. Og þegar mér tókst loks að
stöðva þá, vorum við komnir um
50 metra frá hinni réttu leið, og
annar Indíáni, Clarence Chariie að
nafni, var kominn fram úr mér.
Að lokum tókst mér að greiða
úr flækjunni og koma hundunum
aftur á slóðina. En þá vorum við
7— 8 mínútum á eftir þeim fyrsta.
„Svona, áfram með ykkur, hlaupið,
hlaupið“! öskraði ég. „Við Ijúkum
þessum kappakstri, þó að það drepi
okkur alla þrettán með tölu“.
Og þeir þutu aftur af stað. Api
gamli hljóp eins og óður væri, og
ég kallaði til hans hvatningarorð
og ýtti svo ofsalega á sleðann, að
hann rakst næstum í öftustu hund-
ana. Þegar við áttum aðeins eftir
um 5 mílur að lokamarkinu, tók ég
að nálgast Clarence Charlie óð-
fluga. Og svo 'þaut ég fram úr hon-
um. En þá sá ég, að þarna var bara
alls ekki um Clarence Charlie að
ræða, heldur var þetta Eddie Galla-
horn! í 3 daga hafði hann tekið á
öllu sem hann átti til í þessum 65
mílna akstri okkar. Nú var þrek
hans allt á þrotum og hann dróst
rétt aðeins áfram. Hann reyndi
samt sitt ýtrasta til þess að ná 2.
eða 3. verðlaunum.
Eg veit. ekki, hvaðan ég tók þetta
viðbótarþrek mitt, en ég hélt a.m.k.
áfram að reka hundana áfram og
ýta sleðanum, svo að hundarnir
þyrftu ekkert að gera annað en að
hlaupa. Brátt sá ég móta fyrir hús-
unum í borginni í fjarska, og síðan
sá ég einhverja þúst, sem var þarna