Úrval - 01.08.1967, Síða 6
4
ÚRVAL
Sólúr frá Indlandi, byggt á 18 öld, eftir sömu grundvallarreglum og tímatalsbyggingar
fornaldar.
Með því að finna meðaltal margra
ára, hafa þeir svo séð fram á, að
eitt ár mundi vera 365% dagur.
Vorpunktur nefnist sá blettur
himinhvolfsins, sem sólin er á við
vorjafndægur og er það annar
tveggja punkta, þar sem braut sól-
arinnar sker miðbaug himinhvolfs-
ins. Sólarbaugurinn (Ekliptika) er
stór hringur, sem sýnir árlega braut
sólar um himinhvolfið. Eitt ár líður
frá því sól er í vorpunkti, unz hún
kemur þangað aftur, en það er samt
tími og jörðin þarf til að fara
einn hring um sólu. Þennan tíma
köilum við hvarfár og notum það í
öllum útreikningum. Því má einnig
segja, að afstaða sólar til miðbaugs
himinpunktsins ákveði árstíðir á
jörðinni.
Lengd hvarfársins er 365,2422
meðalsólarhringar eða 365 dagar,
5 klukkustundir, 48 mínútur og 46
sekúndur. Menn hafa reiknað út
meðalsólarhringa, sem allir eru jafn-
langir, vegna þess að dagar (sól-
arhringar) ársins eru ekki allir ná-
kvæmlega jafnir. Ýmsar ástæður
eru fyrir þessu fráviki á lengd dag-
anna og fullnægjandi skýring verður
ekki gefin hér á þeim fyrirbærum,
þar eð slíkt yrði of löng og erfið
lesning, en áhugasamir lesendur
geta aflað sér upplýsinga um slíkt
í stórum alfræðiorðabókum og
kennslubókum í stjörnufræði.
Af hagnýtum fræðum verðum við
að reikna með heilum dögum í ár-
inu, 365 í venjulegu ári og 366 í
hlaupári, en ekki 365 V4 dag í öllum
árum jafnt. Nú byrjar nýtt ár á
miðnætti gamlárskvölds og ef við
reiknuðum aðeins 365 daga í árinu