Úrval - 01.08.1967, Qupperneq 56
54
ÚRVAL
Af því, að þú nauzt sögunnar ekki
sjálfur. Hún var ekki fyndin í þín-
um augum og áheyrendurnir gera
ekki annað en spegla þinn eigin
hug.
3. Gerðu söguna, að þinni sögu.
Sú iist, að taka sér sögu í munn,
og gera hana með örfáum haglega
sögðum orðum að þinni eigin sögu
og einskismanns annars, er list, sem
menn ná ekki tökum á nema með
þrotlausri æfingu og sumum tekst
það aldrei.
Eg þekki tvo menn, sem reka
saman fyrirtæki og eru báðir á-
gætir ræðumenn. Annar þeirra er
fæddur sögumaður, en hinn hefur
aldrei náð glæsilegum árangri, enda
þótt hann segi sögu mjög sæmilega.
Þessi síðarnefndi tók eftir því, að
félagi hans leit oft í bók eina, þegar
hann ætlaði að fara að segja sögu,
og taldi nú víst, að hann myndi
geta hrifið áheyrendur, ef hann að-
eins næði í þessa bók. Loksins veitt-
ist honum tækifæri til þess að kíkja
í bókina, og honum brá í brún, þeg-
ar hann sá að hún var full af heldur
kjánalegum sögum. Félagi hans
gerði þær skemmtilegar með því að
punta svolítið uppá þær frá eigin
brjósti.
Mjög algeng skyssa, sem viðvan-
ingurinn gerir er að láta fyndnina í
sögunni gera boð á undan sér. Það
er afturámóti kúnstin að vera langt
kominn að segja söguna, áður en
hlustandi gerir sér ljóst, að þú sért
að segja sögu. Forðastu margþvælda
tuggu eins og: „Þetta minnir mig á
.... Það er til saga um tvo Ira . .
en þó umfram allt merktu ekki sögu
þína í byrjun, sem ,,skemmtilega.“
Leyfðu áheyrendum þínum að' gera
þá uppgötvun sjálfum. Árangurinn
af fyndni verður alltaf mestur þegar
undrun fylgir henni.
Sagan þín hljómar betur, ef þú
getur bundið hana við raunveru-
lega persónu eða ímyndaða. í stað
þess að segja: „Ég heyrði nú þessa
sögu þannig, að það var gamall
drykkjumaður“ er rétt að fara var-
legar og kænlegar að byrjuninni.
Setjum sem svo, að þú hafir
verið að ræða eitthvað við menn,
til dæmis, um reglusemi eða þess
háttar og þú vilt koma þessari sögu
þinni, að, þá er rétt að fara að því
með dálitlum klókindum, eins og
til dæmis: „Sumir menn eru fædd-
ir reglusamir, afturámóti eru aðrir
það ekki — þeir eru tildæmis ekki
ólíkir Hob Jenkins, sem var vanur
að gera ýmis viðvik fyrir fólk í
litla bænum, þar sem ég ólst upp.
Hob var reglusamur drykkjumaður
... “ Þegar þú hefur sagt þetta,
hefurðu búið til grunn til að byggja
á söguna þína og getur nú haldið
áfram.
4. Segðu söguna á þinni eigin
mállýzku.
Sérhæfðu þig í þeim sögum, sem
þú segir bezt. Ef þú ert ekki vel
heima í mállýzkunni, þá gerðirðu
réttast að láta hana eiga sig. En
það er nú líklegt að þú sért vel
heima í einhverri mállýzku og æfðu
þig þá í henni. Notaðu hvert tæki-
færi til að fylgjast með viðbrögðum
þess hóps, sem þú hefur valið.
Við skulum segja, að þú veljir
þér að segja írskar sögur. Jæja