Úrval - 01.08.1967, Blaðsíða 35
SANNLEIKURINN UM ÁFENGIÐ
33
ranga meðferð víns til þess að geta
veitt börnum sínum nauðsynlega
leiðsögn.
Venjulegur vínskammtur eða
„drínkur“ hefur inni að halda um
30 grömm af hreinu áfengi. Þetta
er magnið í einu staupi af 45%
vískíi, í einum pela af sterkum bjór,
og í rúmum 150 grömmum af léttu
víni. Manhattan-blandan (úr 60 gr
af 45% vískíi og 30 gr af sætum
vermút — 19%) hefur inni að halda
rúm 30 grömm af hreinu áfengi.
Martini-blandan, úr 60 gr af gini
og 45 gr af „þurrum vermút/ inni-
heldur um 30 grömm af hreinum
vínanda. Hvor þessara drykkja um
sig jafnast á við tvær 600 gramma
flöskur af sterkum bjór.
200 punda karlmannsskrokkur
þarf venjulega tvöfalt magn af
áfengi á við 100 punda eiginkonu
sína. Þar sem þau eru að meðal-
tali 150 pund, þýðir þetta það að
60 grömm af hreinum vínanda
(tveir Martíni-drykkir) mundu
nægja þeim til að verða vel kennd
en ekki mikil hætta á því að þau
yrðu drukkin, að því er bandaríska
áfengisvarnarráðinu reiknast til,
(0,15% í blóðinu) en þó er þetta
yfir því marki sem sömu heimild-
ir segja að geti valdið mikilli ölv-
un (0,05%). Þannig er um að ræða
töluveíðan mismun á því hvaða
vínmagn getur talizt of mikið, jafn-
vel þó að þyngdarhiutföll séu hin
sömu og er eigin aðgæzla jafnan
bezti leiðbeinandinn. Vínandinn
kemst miklu seinna inn í blóðið
eftir málsverð en endranær. Sá sem
drekkur tvo Martíni-drykki eftir
máltíð fær helmingi minna magn
inn í blóðið samstundis en sá sem
drekkur þessa drykki á fastandi
maga.
Með því að þreifa sig áfram, kom-
ast gætnir drykkjumenn að niður-
stöðu um það hversu mikið þeim
henti að drekka til að verða sæt-
kenndir en ekki of fullir. Svo halda
þeir sér við með því að bæta lítil-
lega á sig eða til jafns við það sem
lifrin umbreytir vínandanum. Hjá
flestum nemur það 35—40 grömm-
um á klukkutíma sem hún breytir
í kolsýru og vatn.
Af því að drekka með gát fá
menn sjaldnast „timburmenn". —
Menn eru ekki vissir um að hve
miktu leyti timburmennirnir stafi
af aukaorsökum þeim sem fylgja
drykkjunni: vansvefni, reykingum
í óhófi, sektartilfinningu, röngum
efnaskiptum eða þreytu. Hinar
mai'gvíslegu ráðleggingar sem menn
eru sífellt að þiggja af vinum sín-
um, leigubílstjórum, skenkiþjónum
og jafnvel læknum eru aðeins ein
sönnun þess, að engin fullgild lækn-
ing er til við þessum vágesti. Hygg-
inn maður veit að dálítið taumhald
á drykkjunni um kvöldið er á við
öll heimsins meðul að morgni.
Þeir sem eru vanir að drekka
gætilega eiga lítið á hættu vegna
áfengis. Slíkir menn kunna að nota
áfengi til þess að losa um tungu-
haft sitt án þess að úr því verði
drykkjuraus, til þess að verða
mjúkir á manninn en án þess að
missa stjórn á geði sínu. Það er
reyndar svo um áfengið, að þeir
sem sízt þurfa á því að halda njóta
þess bezt að neyta þess.