Úrval - 01.08.1967, Side 85

Úrval - 01.08.1967, Side 85
STONEHENGE 83 nokkuð að átta sig á aldri Stone- henges. Staða þess í frumsögu Bretlands var í rauninni ekki fund- in fyrr en á þessari öld, og loks- ins tókst, eftir uppgröftinn árið 1954 að finna því nokkurn veginn nákvæmlegan stað meðal minning- armerkja horfinna alda, og er þó enn erfitt að gera sér nokkra full- nægjandi grein fyrir þessu stór- virki. Ef rakin væri saga fornleifa- fræðinnar væri nær að enda á því en byrja. Enginn einstakur „fund- arstaður“ frá nýsteinöld eða bronz- öld hefur verið rækilega kannaður, og rannsóknirnar á þessum stað eru eins og ágrip af öllum fornleifa- rannsóknum þeirra tímabila. Það var mjög' skiljanlegt að Stone- henge drægi fljótt að sér áhuga fornfræðinga og frumsögufræðinga, og að sá áhugi skyldi verða varan- legur. Stonehenge er langsamlega mikilfenglegast allra mannvirkja frá frumsögutíma annað en Pýra- míðarnir. Og allt eins og Keops- pýramíðinn mikli hefur það orðið tilefni óial undarlegra kennisetn- inga og jafnvel sérstakra tilbeiðslu- siða, sem enn er mikil grózka í — hvað sem líður niðurstöðum vís- indanna. John Aubrey hét sá, sem setti þá skriðu af stað. Var hann uppi á tímum Stúarta, víðförull fornfræð- ingur, og fann hann fyrstur, árið 1649, hinn geysivíðáttumikla stein- hring í Avebury, sem er ekki marg- ar mítur frá Stonehenge og liggur undir hlíðum Vindmylluhæðar, sem fræg er í fornleifafræði (Windmill Hill), því að hinir fyrstu nýstein- aldarmenn hafa verið nefndir eftir henni. Hinn víðlendi steinum girti hringur í Avebury og garður sá eða upphækkun sem hann umlykur, tek- ur yfir svæði sem er tuttugu og átta og hálf ekra, og er heilt þorp nú innan marka þess. — Þetta er meira en þrítugfalt flatarmál Stonehenges og vegna víðáttunnar missir hið fyrrnefnda mikið af þeim stórkostleika sem einkennir Stonehenge. Augað og hugurinn nema ekki allt þetta mikla mann- virki í einu, enda er það ekki ná- lægt því eins frægt og hið síðar- nefnda. En að því er snertir skýr- inguna á uppruna þessara miklu verka, Þá var John Aubry ekki í neinum vandræðum. Hann hélt því hreinlega fram, að þarna væri fund- ið musteri hinna fornu Drúíða. Og þegar Karl konungur annar sendi hann af stað einum þrjátíu árum síðar til þess að rannsaka Stone- henge og skrifa um það, eignaði hann Drúíðum verkið eftir sem áð- ur. Brezkir fornfræðingar, og einnig sumir franskir, hafa löngum viljað heillast af Drúíðum. En það er í rauninni harla fátt sem um þá er vitað, og þess vegna gátu menn gef- ið hugmyndaflugi sínu lausan taum- inn. Það fyrsta sem finnst skráð um þá, er hjá Sótíon af Alexandríu, sem uppi var um 200 árum f. Kr., og kallar hann þá heimspekingana meðal Kelta. Júlíus Sesar segir ýt- arlegast frá þeim í ritinu um hern- að sinn í Frakklandi um 50 f. kr. Segir hann, að Drúíðar séu bæði dómarar og prestar. Þó að hinir keltnesku þjóðflokkar séu hver
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.