Úrval - 01.08.1967, Qupperneq 122
Klúbbur sá, sem sagt
hefur verið um, að erf-
iðast sé að fá inngöngu
í, er samt sem áður einn-
*' ig sá klúbburinn, þar
sem mest lýðræði ríkir. Kröfur þær,
sem standast verður til þess að geta
gerzt meðlimur hans, eru dálítið
sérstaks eðlis. Það skiptir engu máli,
hver þú ert, hverju þú trúir, hvar
■ þú býrð, hvernig þú lítur út eða
hegðar þér eða hvernig tilfinningum
og viðhorfum þínum er háttað, hvort
þú ert Nóbelsverðlaunahafi eða ó-
breyttur skrifstofumaður í dýnu-
verksmiðju.
Það er aðeins um eitt skilyrði að
ræða: þú verður að vera gáfaðri en
98 af hverjum 100 mönnum, og þú
verður einnig að geta sannað það.
Ef þú getur sannað, að þú teljizt til
þeirra 2% af íbúum heimsins, sem
hafa greindarvísitöluna 148 eða
hærri samkvæmt greindarvísitölu-
kerfi Cattelis, þá býður klúbburinn
þig velkominn.
Þetta félag er kallað ,,Mensa“.
„Mensa“ þýðir „borð“ á latínu og
táknar hér hringborðsráðstefnu jafn-
ingja. Það eru til yfir 11.000 ,,M“
(,,Emmar“) (eins og meðlimirnir
kalla sig), sem drefðir eru um sam-
tals 52 lönd. Yfir 8.000 þeirra búa í
Bandaríkjunum og Kanada, en al-
þjóðlegar aðalbækistöðvar klúbbs-
ins eru í Lundúnum, þar sem félag
þetta var skipulagt og stofnað árið
1945. Fyrsta bandaríska félagsdeild-
in var stofnuð í New Yorkborg árið
1960 og er enn sú stærsta hér í
Bandaríkjunum.
120
Grit