Úrval - 01.08.1967, Side 72

Úrval - 01.08.1967, Side 72
70 ÚRVAL dr. Alfred Maury, sem lagt hefur stund á rannsókn drauma, hefur skýrt frá nokkrum athyglisverðum tilraunum, sem voru beinlínis gerð- ar í þeim tilgangi að fá fólk til þess að dreyma fyrir tilstuðlan utanað- komandi áhrifa. f samvinnu við einn af aðstoðarmönnúm sínum tókst honum að dreyma að nýju vissa drauma, þegar skilningarvit hans voru örvuð á vissan hátt, með- an hann var í djúpum svefni. Hljóð- ið í fiðlustreng rétt við eyra hans hafði alltaf þau áhrif, að hann dreymdi draum, þar sem kirkju- klukkur gegndu mikilvægu hlut- verki. Þegar kveikt var á vasaljósi og því beint að lokuðum augum hans, dreymdi hann, að hann lenti í ofsastormi, þar sem voru þrumur og eldingar. Hringingarhljóðið í vekjaraklukkunni varð til þess, að hann dreymdi, að hann væri kom- inn í skrifstofu sína og byrjaður að svara símanum, svo framarlega sem hringingarhljóðið var ekki of hátt. Og væri haldið á brennandi eldspýtu fyrir vitum hans, dreymdi hann, að hann væri að elta slökkvi- liðsbíl. Dr. Maury dró þá ályktun af þessum niðurstöðum, að allar þess- ar utanaðkomandi örvanir hefði þau áhrif að „koma af stað“ draum- um, sem hindruðu það svo, að hann vaknaði. Fyrsta viðbragð líkamans gegn örvunum þessum miðaði að því að vekja hann, en draumarnir rufu viðbragðaboðið, svo að hann vaknaði ekki, heldur varð „straum- rof“. Þess vegna varð hugur hans brátt svo niðursokkinn í rökréttar draumalausnir á þessum utanað- komandi óþægindum, að hann gleymdi alveg að vekja hann. Slíkt er eðli draumanna. Þeir eru varð- menn svefns okkar. Órofinn, fastur svefn væri ef til vill ekki mögu- legur án þeirra. í rauninni er það ekki óalgegnt, að menn aðhafist ýmislegt vitur- legra og athyglisverðara í draumi en í vöku. Draumur er venjulega djörf tilraun til skjótrar lausnar vandamáls, án þess að maður finni lengur lil neinnar áhættukenndar. Flestir eru miklu hugrakkari í draumi en vöku. Oft eru þeir líka míklu atorkusamari og betur á verði en þegar þeir eru við venju- leg störf sín. Vísindamenn álíta nú, að þeir skilji ástæðuna fyrir því, að draum- ar geta stundum reynzt eins konar spádómar um það, sem síðar verð- ur. Þeir halda því fram, að draum- ar tákni leyndar óskir, og því kunni „spádómsdraumur" að geta sýnt, hvað sá, sem dreymir draum- inn, þráir, að komi fyrir hann í raun og veru. Og síðar hefst hann svo handa, þegar hann vaknar, og reynir að framkvæma þetta, láta það rætast. Draumur getur einnig gegnt á- kveðnu þjónustuhlutverki í svefni okkar. Ef maður borðar saltaðar hnetur seint að kvöldi.hættir mann til að þyrsta um nóttina. Meðan maður sefur, verður þorstinn í raun- inni svo megn, að það myndast tog- streita innra með manni um það, hvort það eigi að vekja mann eða ekki. Þegar svo er komið, tekur draumurinn við stjórn til þess að feykja burt ótta manns um ofur-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.