Úrval - 01.08.1967, Side 21

Úrval - 01.08.1967, Side 21
MARIE ANTOINETTE OG AXEL FERSEN 19 klæddur sínum dýrðlega, sænska einkennisbúningi, sem var einn glæsilegasti einkennisbúningur, er þá þekktist. Þau hittust oft opin- berlega. Þessi 22 ára gamla kona minntist skyndihrifningarinnar, sem hafði gripið hina 18 ára einmana stúlku. En hvað hann snerti, þá hafði hann ekki gleymt neinu. Hann skrifaði föður sínum þetta m. a.: „Drottningin er laglegasta og mest töfrandi prinsessa, sem ég þekki.“ Allt sumarið og haustið, einnig allan veturinn og nokkuð fram á vorið hittust þau öðru hverju í veizlum. Drottningin ól barn sitt, og síðan fóru þau að hittast á nýj- an leik. Fólk fór nú að stinga saman nefj- um. Fersen var hinn stakasti heið- ursmaður á allan hátt og þá einnig, hvað kunningsskap þeirra snerti. Hann vildi alls ekki, að hinar minnstu hneyklissögur tækju að myndast um konuna, sem var hon- um svo ástfólgin. Hann gekk í franska herliðið, sem var sent til aðstoðar Washington í amerísku stjórnarbyltunginni. Þegar sú fregn barst út, spurði einhver hann, hvort hann væri að „yfirgefa herfang" sitt. Hann svar- aði því til, að væri um eitthvert herfang að ræða, er hann hefði unnið, mundi hann ekki yfirgefa það, heldur héldi hann burt frjáls og óháður öllum heitum. En þegar hann hélt burt frá Ame- ríku, skrifaði sænski sendiherrann í Versölum Gústafi 3. Svíakonungi á þessa leið: „Drottningin gat ekki haft af hon- um augun síðustu dagana, og þau voru full af tárum, er þau hvíldu á honum. Ég bið yðar hátign að halda þessu leyndu bæði vegna hennar og vegna Fersens þing- manns....“ Fersen var í burtu í rúm fjögur ár. Hann barðist fyrir málstað ame- rísku nýlendnanna, þangað til þær höfðu áunnið sér frelsi og sjálfstæði. Frá Norður-Ameríku hélt hann svo til Suður-Ameríku. Drottningin skrifaðist ekki á við hann, en hún hlýtur að hafa frétt eitthvað um það, hvað hann tók sér fyrir hend- ur. Liðsforingjar sneru heim frá Ameríku og aðrir fóru í styrjald- irnar. En Fersen kom ekki. Drottn- ingunni tókst að tryggja honum of- urstatign. — Þegar liðsforingi var hækkaður í tign og fékk þannig þann frama, sem hann gat vænzt aldurs síns vegna, sneri hann aftur heim til Frakklands. En Fersen kom samt ekki. Hann skrifaði þessi orð í bréfi til föður síns: „Ég kýs heldur að ljúka því, sem ég hef byrjað á.“ Að lokum sneri hann aftur til Frakklands. Hann var nú orðinn þroskaður, reyndur maður. Hann bar sig hermannlega. Hann var sterkur og kraftalegur ásýndum. Drottningin var nú fullþroska kona, 26 ára að aldri.... Nú hófst hamingjutíð þeirra. — Þessi átta löngu upphafsár ástar þeirra voru nú á enda, árin, er þau höfðu neyðzt til þess að hittast að- eins opinberlega og skilja síðan. — Þau voru bæði orðin fullþroskuð og höfðu öðlazt allmikla lífsreynslu. Þau gerðu sér fulla grein fyrir því, hvað fyrir þau hafði komið, vissu,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.