Úrval - 01.08.1967, Side 68
66
ÚRVAL
ið þremenningana út í þessa hroða-
legu dýrkun.
Þremenningarnir játuðu að hafa
hlaupið um í hóp eins og úlfar og
ráðizt á lítinn dreng og tætt hann
í sundur, einnig gamla konu, litla
stúlku og nokkrar aðrar manneskj-
ur.
Þeir, sem eru vantrúaðir á tilvist
varúlfanna, segja, að í öllum tilfell-
um hafi verið um ofskynjanir að
ræða. En séra Montague Summers
sálugi, skynsamur og rökvís, ensk-
ur prestur, sem eyddi allri ævi
sinni í að uppræta alls kyns hjá-
trú og tæta í sundur blekkingavefi,
sem ýmsir höfðu ofið, skýrir samt
frá því alveg ákveðið, að það séu
til raunverulegir varúlfar auk hinna,
sem haldnir eru ofskynjunum.
Dr. Summers skrifaði þessa álits-
gerð sína árið 1933, og þar gerði
hann glöggan mun á tvenns konar
skilgreiningu þessa fyrirbrigðis, —
annars vegar „geðveikinni" lycant-
hropy, kann að grípa fólk, sem er
ekki í andlegu jafnvægi, og hins
vegar hinni raunverulegu, djöful-
legu „varúlfadýrkun“ og iðkun
hroðalegra siða, er henni fylgja og
iðkaðir eru af illum mönnum og
konum, sem gera samning við djöf-
ulinn af ráðnum huga. Slík tilfelli
eru að vísu sjaldgæf, en dr. Summ-
ers finnur samt sannfærandi sann-
anir um þau í ábyggilegum skýrsl-
um og frásögnum og nægilega
traustan, biblíulegan og guðfræði-
legan grundvöll fyrir kenningar um
varúlfadýrkun, sem skyld er djöf-
ulæði og svartagaldri.
Varúlfadýrkun greip mjög um
sig í fleiri löndum en Frakklandi
á 16. öld. Hroðalegt dæmi um slíkt
er málið gegn Peter Stumpf, sem
var tekinn af lífi í Bedburg rétt hjá
Köln í Þýzkalandi, ásamt ástkonu
sinni og dóttur þeirra, eftir að hafa
játað að hafa um 25 ára skeið
stundað mannát og tætt í sundur
og lagt sér til munns fjölmarga
karla, konur og börn auk ýmissa
húsdýra.
Á árunum 1764 og 1765 vakti
hræðileg ófreskja ofboðslegan ótta
meðal manna í héraðinu Languedoc
í suðurhluta Frakklands. Gekk ó-
freskja þessi undir nafninu „Villi-
dýrið í Gevaudan“. Ófreskjan var
á stærð við hest og líktist pardus-
dýri eða hýenu. Hún réðst ekki ein-
göngu á einmana ferðamenn held-
ur einnig heila ferðamannahópa. ■—•
Gefin var út konungleg tilskipun
og heitið þúsund króna verðlaun-
um. Hópur riddara leitaði árang-
urslaust að ófreskju þessari, sem
sýndi lygilega leikni í að komast
undan þeim, sem leituðu hennar
eða veittu henni eftirför.
Sveitafólkið á þessum slóðum var
þess fullvisst, að „villidýrið í Geva-
udan“ væri í raun og veru varúlf-
ur. Óðalsbóndi einn, sem var mennt-
aður og virtur maður, vottaði það
fyrir dómara, að er „Villidýrið“
hljóp yfir þjóðveginn fyrir framan
hann, hafi það glott og sagt: „Þú
verður að viðurkenna, að þetta er
ekki sem verst stökk af níræðum
karli að vera.“ Villidýrið í Geva-
udan var að lokum drepið af hraust-
um krókbyssuriddara konungs með
silfurkúlu, sem hafði hlotið kirkju-
lega blessun. En enginn gekk nokk-
urn tíma úr skugga um það á óyggj-