Úrval - 01.08.1967, Blaðsíða 130
128
ÚRVAL
og eru sterkari en silungar þeir,
sem ekki fá þessa viðbót við fæðu
sína. Býflugur neyta hans- í stað
blómahunangs, sem þær afla sér í
blómunum í júlímánuði. Sé þeim
gefið torulager snemma á vorin,
framleiða þær þannig hunang um
mitt sumar.
—o—o—
Matvæli úr olíu.
Nokkrir hópar vísindamanna í
Bandaríkjunum, Sovétríkjunum,
Frakklandi og á ítalíu, vinna nú
að tilraunum til ræktunar gers og
örlífvera, sem eru auðugar af eggja-
hvítuefnum. Og ala þeir þessar líf-
verur á olíu. Fyrirtækið Société
Francaise des Petroles er lengst
komið á bessu sviði. Það rekur verk-
smiðju í Marseilles, sem er bæði
rekin í rannsóknarskyni og er nú
einnig farin að framleiða til sölu
mörg tonn af olíueggjahvítuefnum
daglega. Örlífverur þessar háma í
sig verðminnstu efni olíunnar. Hin
nýju olíueggjahvítuefni eru nú not-
uð í rannsóknarskyni og sem
skepnufóður, en framtíðar mögu-
leikarnir á þessu sviði eru alveg
ótæmandi.
Úr Catholic Dig.
Hafa skyldi það í huga, þegar lagðir eru á skattar eða klippt ull
af kindunum, að gæta sín, þegar komið er alveg niður í skinn.
Austin O’Málley
Flest fólk heldur, að þroski sé eins konar afmælisgjöf, sem maður
fái afhenta, innpakkaða í glitpappir, þegar maður verður 21 árs. E'n
svo er nú ekki.
Þrítug persóna er ekki vitund þroskaðri en átján ára. Hún hefur
meíri reynslu, en það er allt önnur saga.
a Shelagh Delaney
Unglingsárin: Sá tími lífsins, þegar börnin byrja að ala upp for-
eldra sína.
Hafið þið nokkurn tíma tekið eftir því, að verstklæddu mennirnir
eru þeir, sem eiga syni, sem nota föt af sömu stærð?
Fólk er sannarlega furðulegt. Það vill helzt vera fremst i strætis-
vagninum, aftast í kirkjunni og á miðjum veginum.
Skilgreining hugtaksins „erfðir": Það er eitthvað, sem faðir trúir
á, þangað til sonur hans fer að haga sér eins og fífl.
Það er aðeins tvennt sorglegt hér í lífi.... að öðlast ekki það, sem
maður þráir, og ....... að öðlast það.