Úrval - 01.08.1967, Page 43

Úrval - 01.08.1967, Page 43
NORSK FERÐASAGA FRÁ 9. ÖLD 41 snjöllu frásögn eru eins konar gall- ar, það eru endurtekningar nokkr- ar sem líkari eru því, sem verður í töluðu máli en í skipulegri rit- smíð. Og er þetta eitt með öðru sem bendir til þess að nærri orðrétt hafi verið skrifað upp, og að ritarinn hafi átt í fullu fangi með að koma hinu mikla efni fyrir. Skal nú láta heyra söguna eins og hún kemur fyrir eftir að íslenzk- ar orðmyndir hafa verið settar í stað engilsaxneskra. FRÁSÖGNIN. Óttar sagði sínum lávarði, Elfráði konungi, að hann allra Norðmanna norðast byggi. Hann kvaðst búa á því landi norðanverðu, við vestur- sæinn. Hann sagði að það land lægi býsna langt norður þaðan (þ.e. Nor- egur fyrir norðan bústað hans), og er það allt auðn, utan á fáum stöð- um staldra Finnar við endrum og sinnum, þegar þeir eru á dýraveið- um á sumrum eða fara til fiskjar á vetrum, við þann sæ. Hann sagði að hann einhverju sinni vildi finna, hve langt það land til norðuráttar lægi eða hvort nokkur maður fyrir norðan þá auðn byggi. Þá fór hann í norðurátt með- fram landi, lét alla leið hið auða land á stjórnborð og víðsæinn á bakborð í þrjá daga. Þá var hann kominn svo langt sem hvalveiði- menn fara lengst. Þá fór hann þá leið í norðurátt svo langt sem hann mátti á þrem dögum öðrum sigla. Þá beygði það tand í austurátt eða þá að flói mikill gekk inn í það land. Hvort var vissi hann ekki, en hitt vissi hann, að hann beið þar vestanvinds eða norðan og sigldi hann þaðan austur með landi svo sem hann mátti á fjórum dögum sigla. Þá skyldi hann þar bíða rétts norðanvinds, fyrir því að það land beygði þar til suðuráttar, eða þá að flói mikill gekk þaðan inn til lands — hvort var vissi hann ekki. Þá sigldi hann þaðan í suðurátt með landi, svo að hann mátti á fimm dögum sigla, þá lá ein mikil á upp í það land. Þá héldu þeir upp í þá á, en fram fyrir hana þorðu þeir ekki að sigla, fyrir ófriði, fyrir því að þar var allt byggt á aðra hálfu þeirri á. Eigi hafði hann fundið annað byggt land síðan hann fór frá sínu heimili, og honum var alla leiðina autt land á stjórnborða, utan fiski- menn og fuglarar og veiðimenn, og þeir voru allir Finnar, og honum var víðsærinn á bakborða. (Þetta var þá orðin 15 daga sigling að frá- töldum töfum). Þeir Bjarmar höfðu býsna vel bú- ið á sínu landi, og þeir þorðu ekki að koma þar. En Tyrfifinnland var allt autt, nema hvað veiðimenn reikuðu þar eða fiskimenn eða fuglarar. Margan fróðleik sögðu Bjarmar Ottari, bæði af sínu eigin landi og af þeim löndum sem fyrir utan það voru. En hann vissi ekki hvað satt var af því, því að hann sá það ekki sjálfur. Honum virtist Finnar og þeir Bjarmar tala nálega eina tungu báð- ir. Ekki fór hann þangað einungis til
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.