Úrval - 01.08.1967, Side 49
LÚÐVÍK 15. OG MADAME DU BARRY
47
En öllum kemur saman um, hvað
gerðist á þessum hræðilega palli í
skugga Iveggja risaarma þessarar
dauðavélar. Þótt konan væri mjög
máttfarin, barðist hún fyrir lífi
sínu sem óð væri. Hún barðist við
böðla sína, hrópaði upp og bað þá
að meiða sig ekki og bað þú um að
fá að lifa einu augnabliki lengur.
Þessi kona á höggpaliinum barð-
ist um, allt til hinzta augnabliks. —
Hún var að lokum yfirbuguð og
bundin, og síðan var henni varpað
á grúfu.
Pallöxin féll, böðullinn tók höf-
uð hennar og lyfti því upp, mann-
fjöldinn veifaði höttum sínum og
hrópaði: „Lifi lýðveldið!" Þannig
lauk Madame du Barry ævi sinni,
hin síðasta af hinum valdamiklu
og frægu ástmeyjum frönsku kon-
unganna....
Madame du Barry var hin síð-
asta af „vinstrihandardrottningum“
Frakklands. Hún var óskilgetin
dóttir manns eins, sem talsverð
leynd hvílir yfir, því að það má
segja, að það sé ekki vitað með
vissu, hver hann var. En móðir
hennar var saumakona í orði
kveðnu.
Madame du Barry var fædd Jean-
ne Bécu. Bécu var ættarnafn móð-
ur hennar, og hún bar ekkert ann-
að ættarnafn. Telpan bjó við fá-
tækleg kjör í bernsku. Hún hlaut
menntun sína í klausturskóla, og
þegar skólagöngu hennar lauk,
flutti hún heim til móður sinnar,
sem var nú gift heimilisþjóni ein-
um í París. Jeanne var fátæk stúlka
af lágstéttum Parísar, og því not-
færði hún sér fegurð sína til þess
að hafa ofan af fyrir sér og komast
áfram í veröldinni. Fyrsfu elskhug-
ar hennar voru Monsieur Lafauve-
nardiere, de Bonnac ábóti, de Mar-
cieu ofursti og Monsieur Duval.
Það reyndist örlagaríkur dagur
fyrir hana, þegar hún kynntist Jean
du Barry, sem gekk undir nafninu
„Roué“ (Gjálífisseggurinn). Hann
var einn frægasti ævintýramaður
síns tíma.
Jean du Barry tók Jeanne Bécu
undir verndarvæng sinn. Hann sá
svo um, að hún „sýndi sig og sæi
aðra“ á hinum réttu stöðum. Hann
lét hana breyta um nafn nokkrum
sinnum til þess að gera það svolít-
ið tiginmannlegra. Hann útvegaði
henni sífellt auðugri elskhuga....
Lúðvík 15. var nú orðinn fremur
lífsþreyttur maður. Hann var orð-
inn nokkuð við aldur, og nú voru
fjögur ár liðin, síðan ástmær hans,
Madame de Pompadour dó. Drottn-
ing hans var nú einnig dáin. Það
hafði gripið konunginn ofboðsleg
iðrun, en svo hafði það nú gleymzt
aftui' og hann hafði tekið sér nokkr-
ar nýjar ástmeyjar, en þau sambönd
stóðu ekki lengi, enda voru þær
ekki tiltakanlega tilkomumiklar
persónur. Og nú var hann tekinn
að gefa sig að augnabliksdaðri. —
Þegar hann kom auga á unga stúlku,
sem honum geðjaðist að, „kastaði
hann vasaklút sínum“ í hana, eins
og tekið var til orða .
Og hann kastaði vasaklút sínum
í hinn unga skjólstæðing „Gjálífis-
seggsins", Jeans du Barry.
Ástæðan hlýtur að hafa verið feg-
urð hennar, a. m. k. að nokkru leyti.
De Ligne prins, sem hitti hana