Úrval - 01.08.1967, Síða 31
Áfengi er sljóvgandi en ekki hressandi. Meðal þess, sem fyrst
sljóvc/ast af völdum áfengis, eru hinar ýmsu hömlur, sem
rnadurinn hefur að jafnaði á sér og framkomu sinni,
en samfara því kemur fram sú þæginda- og
vellíðunartilfinning, sem menn eru að
sækjast eftir, þegar þeir neyta
áfengis.
SaiBleikirim
ii
ífiiili
Fyrir nærri fimmtíu ár-
um var sett í Banda-
ríkjunum stjórnarskrár-
ákvæði, sem bannaði
sölu áfengra drykkja
þar í landi (en áður höfðu slík
ákvæði verið sett á íslandi, í
Noregi og í Finnlandi). Það var al-
menn álit, að það væri skepnuskap-
ur að drekka.
Nú er þetta breytt. Athugun, sem
gerð var árið 1963 á vegum stofn-
unar við Chicagoháskóla, sem sér
um skoðanakönnun, benti til þess
að sjö af hverjum tíu fullorðnum
drekki. Og af rannsókn sem önnur
slík stofnun gerði, varð niðurstað-
an sú að 56 af hverjum hundrað
fullorðum í Bandaríkjunum drykkju
sjaldan eða færu hófsamlega með
vín, tólf af hundraði drykkju mik-
ið, og 32 af hundraði brögðuðu það
ekki eða væru í bindindi. Almenn-
ingsálitið nú er, að það sé ekki at-
hugavert að drekka í hófi, en gangi
drykkjan úr hófi fram, þá er litið
á manninn sem sjúkling, hvorki
sem afbrotamann, ístöðulausan
29