Úrval - 01.08.1967, Side 50

Úrval - 01.08.1967, Side 50
48 ÚRVAL heima hjá Jean du Barry, lýsti henni með þessum orðum: „Hún er há og vel vaxin, dásam- lega björt yfirlitum, með tilkomu- mikið enni, falleg augu með fögrum augnhárum. Andlit hennar er spor- öskjulagað, og hún hefur litla fæð- ingarbletti á kinnunum, og verða þeir aðeins til þess að magna feg- urð hennar. Hún hefur arnarnef og brosmildan munn, geislandi tæra húð og brjóst, sem eru svo frábær, að viturlegast væri fyrir flestar konur að reyna ekki að gera þar neinn samanburð. Kona ein, sem hitti hana eitt sinn, Jeanne Étienne Despreaux að nafni, lýsti henni ef til vill ekki af alveg eins mikilli hrifningu, en samt mjög greinilega: „Madame du Barry var í sann- leika sagt fögur, fagurt höfuð, fög- ur augu og öskugrátt hár, Hand- leggir hennar höfðu fallegar bog- iínur, og hendur hennar voru dá- samlegar. Hið yndislega bros henn- ar töfraði alla.“ En fegurðin ein hefði samt ekki nægt til þess, að Lúðvík 15. léti ánetjast. Hún hlýtur að hafa vit- að, hvernig hún átti að fara að því að vekja blíðar tilfinningar hjá karlmanni, rosknum manni. — Hún hlýtur alveg sérstaklega að hafa vitað, hvernig hún átti að fara að því að skemmta konungi og hafa ofan af fyrir honum á ýmsan hátt, því að Lúðvík 15. var alltaf að drepast úr leiðindum og ætlaðist til þess, að ástmær hans bægði leiðu þunglyndinu frá honum. Og hún hlýtur að hafa haft til að bera per- sónuleika, sem laðaði fólk að henni. Hún átti auðvelt með að koma sér í mjúkinn hjá fólki, þannig að því færi að þykja vænt um hana. Hún var góðviijuð kona og beitti oft áhrifum sínum til hjálpar ógæfu- sömu fólki, sem hugsanlegt var, að konungur fengist til að náða eða veita einhverja aðra hjálp, þar sem aðrar konur hefðu kannske fremur hugsað um að auka eigið vald og dýrð. Og því fór það þannig, að Lúð- vík 15. valdi Jeanne Bécu sem hina opinberu ástmey sína. Reyndar get- um við aðeins gizkað á hvern- ig málin þróuðust þannig. Og hann lét hana skipa þennan veglega sess, þangað til hann andaðist. En konungurinn gat ekki verið þekktur fyrir, að kvenpersóna, Je- anne Bécu að nafni, eða jafnvel Je- anne de Vaubernier, sem hún kall- aði sig nú, settist að í Versölum sem opinber ástmær hans og fengi þá auðvitað aðgang að konungshöll- inni og tengsl við hirðina án þess að hafa nokkurn rétt til slíks vegna ættar og uppruna. Ástmær konungs varð að vera gift kona, og hún varð þar að auki að vera aðalskona. Jean du Barry kom því öllu í kring. Hann sjálfur var þegar giftur. En hann átti bróður, Guillaume du Barry að nafni, sem bjó uppi í sveit. Guillaume var einmitt hinn rétti eiginmaður fyrir Jeanne, þegar tek- ið var tillit til allra aðstæðna, svo framarlega sem hann gæti gert kröfu til þess að teljast til aðals- ins. Ekkert var auðveldara en að koma því í kring. í hjónabandssátt-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.