Úrval - 01.08.1967, Side 113
LENGI LIFI EUROBABEL!
111
Hin meiri háttar tungumál, svo
sem rússneska, arabiska og auðvit-
að enska, hafa náð eins konar sér-
stakri yfirráðaaðstöðu í heiminum,
og það má segja, að þessi staðreynd
færi hinar ýmsu þjóðir heims nær
hver annarri, hvað tungumál snert-
ir. Sömu áhrif hefur aukin útbreiðsla
menntunar, bættar samgöngur og
löngun fólks um víða veröld til þess
að vita, hvernig nágrannarnir í öðr-
um löndum lifa lífinu.
Og samt ættu þessar staðreyndir
ekki að verða til þess, að við
gleymdum því, hvílíkur tungumála-
hrærigrautur er enn við líði í
Evrópu. Það er furðuleg sýn, sem
blasir við augum, þegar við lítum
á tungumálakort af Evrópu, sann-
kallað „Eurobabel"! Fyrir 20 árum
lýsti Mario Pei því yfir, að Evrópa
ætti algert met miðað við hin meg-
inlöndin, hvað þetta snertir. Og enn
er þetta staðreynd.
X Evrópu vestan rússnesku landa-
mæranna eru töluð samtals yfir 40
tungumál, og hið ótrúlega er, að um
þrír fjórðu hlutar þeirra njóta op-
inberrar viðurkenningar eða sam-
tals yfir 30 tungumál. Það er erfitt
að nefna alveg nákvæmar tölur,
vegna þess hversu erfitt það er að
segja til um skilin milli tungumáls
og mállýzku. Hvenær er ekki leng-
ur um að ræða tungumál, heldur
aðeins mállýzku? Skilin milli
frönsku og ítölsku eru t.d. svo óljós,
að það er sagt, að hinar ýmsu mál-
lýzkur, allt frá norðmhluta Frakk-
lands til suðurodda ítalíu, séu alltaf
næstu nágrönnum skiljanlegar,
þannig að í hverju héraði skilji
fólkið 2—3 mállýzkur.
Á mörgum landamærasvæðum
skilur og talar fólk tvö, þrjú eða
jafnvel fjögur tungumál. Eftir síð-
ari heimsstyrjöldina var fólk sums
staðar neytt til þess að flytja burt
af ýmsum landamærasvæðum, og
varð þetta til þess að skýra svolítið
mörkin milli tungumálanna, en það
var aðeins sums staðar, sem þetta
gerðist. Á Balkanskaga ríkir enn
sama tungumálaringulreiðin sam-
kvæmt okkar mælikvarða.
Allt frá landamærasvæðum
Slóvakíu til Epirus í Grikklandi eru
a.m.k. sjö stór héruð (svo að ekki
sé nú minnzt á þau minni), þar
sem fólk, talandi þrjú, fjögur eða
jafnvel fimm tungumál, hefur
dreifzt svo jafnt og í slíkum hræri-
graut um svæði þessi, að ekkert eitt
tungumál hefur örugglega yfirhönd-
ina yfir hinum málunum. Tungu-
mál geta gliðnað í sundur og leystst
upp við slíkar aðstæður. Það getur
t.d. enginn sagt til um það, hverjir
Makedoníumenn eru, án þess að
hætta á að verða sjálfum sér ósam-
kvæmur í slíkum dómi. Grikkir, sem
rekja ættir sínar til Filipusar Make-
doníukonungs, segjast vera Make-
doníumenn. í Júgóslavíu segja menn,
að Makedoníumenn séu náskyldir
Serbum, og Búlgarar segja, að
Makedoníumenn séu í raun og veru
Búlgarar.
Portúgal og fsland eru einu lönd-
in í Evrópu, þar sem allir landsmenn
hafa eitt og sama móðurmálið. í
öllum hinum löndunum er um fleiri
en eitt tungumál að ræða, jafnvel
í hinum allra minnstu ríkjum eða
sjálfstjórnarsvæðum, svo sem An-
dorra, Luxembourg, Ermasunds-