Úrval - 01.08.1967, Page 127

Úrval - 01.08.1967, Page 127
NÝ, ÞÝÐINGARMIKIL FÆÐUTEGUND . . . 125 hvítuefni hraðar en nokkur jurt eða dýr á jörðu hér. Á landi, sem væri aðeins fjórð- ungur úr ekru, væri hægt að setja á stofn gerverksmiðju, sem fram- leiddi 1.000 tonn af eggjahvítuefni á ári. Á 10.000 ekra svæði væri hægt að framleiða yfir 40 milljón- ir tonna af eggiahvítuefni á ári. Til slíkrar framleiðslu þarf ekki heldur gott ræktanlegt land. Nú eru 12,5 ekrur af landi á hvert mannsbarn í veröldinni, en af hverj- um 12,5 ekrum er aðeins 1,1 ekra ræktuð. Matvæla- og landbúnaðar- stofnun Sameinuðu þjóðanna lýsir yfir því, að það muni aðeins unnt að rækta 3 ekrur á mann, hversu miklar sem framfarirnar í ræktun verða, vegna þess að hitt landið er annaðhvort of þurrt, fjöllótt eða freðmýrar og isbreiður. Mikinn hluta af þessu landi, sem er til einskis gagns, væri hægt að nota til framleiðslu gers til fæðu handa mannkyninu. Gergerlarnir geta ekki aðeins sigrað í samkeppni við nytjajurtir, hvað kröfur til landrýmis og land- gæða snertir, heldur geta þeir einn- ig keppt með góðum árangri við húsdýrin sjálf, hvað snertir mat- vælaframleiðslu miðað við fóður- kostnað og fóðurmagn. Svín gefa af sér 5,4 pund af svínakjöti fyrir hver 90 pund af fóðri, kjúklingur gefur af sér 1,35 pund af kjöti, naut 1,08 pund af þurrkuðu kjöti fyrir sama fóðurmagn og kýrin 1,8 pund af þurrkuðum mjólkurefnum. í samanburði við þessar tölur má geta þess, að torulagergerlarnir framleiða 58,5 pund af ætu þurr- geri fyrir hver 90 pund af fóðri. Og það er hægt að fóðra torula- gergerlana á næstum hverju því, sem hefur að geyma sterkju eða sykur, hversu óætt sem okkur virð- ist það vera. í síðari heimsstyrjöld- inni voru nokkrir hollenzkir fang- ar að svelta í hel í japönskum fanga- búðum á Jövu. Þeir sáu, að hið eina, sem óx í hinum ömurlegu fangabúðum, voru gergerlar, myglu- gerlar og rotnunargerlar, sem þöktu allt umhverfis þá. Til allrar ham- ingju bjuggu nokkrir mannanna yfir svo mikilli þekkingu, að þeim datt í hug að framleiða ger til fæðu. Gamlar, skemmdar kartöflur lögðu til sterkjuna, sem þeir þörfn- uðust. Köfnunarefni er annað það efni, sem þarf til slíkrar fram- leiðslu, og það fengu þeir úr skemmdum fiski eða kjöti. En þeg- ar slíkt fékkst ekki eimdu þeir sitt eigin þvag og fengu þannig amm- oníak. Með þessum ófullkomna út- búnaði framleiddu þeir tæp 120 pund af geri á viku, en það nægði til þess að halda í þeim lífinu, þangað til þeim var bjargað úr fangabúðunum. Skorturinn hefur venjulega ver- ið sú hvatning, sem leitt hefur til uppgötvunar nýrra fæðutégunda. — Það var einmitt skorturinn, sem færði Þjóðverjum gernautasteik upp í hendurnar. Meðan Þýzkaland var í hafnbanni í fyrri heimsstyrj- öldinni, gerðu Þjóðverjar tilraunir til að búa til fæðu úr úrgangi trjá- viðar. Það, sem þannig fékkst, var að vísu ætt, en það hefði verið synd að segja, að það væri Ijúffengt. Og síðan var hætt við slíka gerfram-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.