Úrval - 01.08.1967, Page 42
40
grein fyrir yfirburðum andstæðinga
sinna og læra af þeim, og honum
hefur leikið hugur á að ferðast sem
mest um Norðurlönd.
Elfráður var hinn lærðasti maður
um sína daga og efldi menntun í
landinu.
Á hans dögum náðu engilsaxnesk-
ar bókmenntir einu af blómaskeið-
um sínum, en um latínu var minna
hirt.
Etfráður skrifaði á engilsáxnesku,
en hún var svo lík norrænu á þeim
tíma, að hvorir skildu aðra, sem
tungurnar töluðu.
Á landnámsöld íslands þurftu
Norðurlandabúar ekki að læra
ensku til þess að geta talað við
enska menn, og stóð svo allt fram
undir 1100.
Það var ekki fyrr en með til-
komu Vilhjálms bastarðar og þeirri
alþýðukúgun sem á eftir fór, að
ensk tunga brjálaðist svo að hún
varð aldrei söm og áður, og hefur
það þó mikið bætt úr, hvílíkir á-
gætismenn hafa síðar verið um að
tala tunguna og rita og komið þar
lagi á.
Það er viðurkennt, að ensk tunga
var í lamasessi fram á 14. öld að
meistarar fóru þar að fara höndum
um, en þá var ekki lengur hin
forna góðtunga að byggja á, heldur
aðeins afskræmdar málaleifar hins
hrjáða lýðs.
Öðruvísi var þetta á dögum Al-
freds hins mikla. Þá mátti tala nor-
rænu í Englandi fullum rómi og
þannig atvikaðist það, að þegar
Norðmaðurinn Óttar kom til hirðar
konungs, þá var hann beðinn að
ÚRVAL
segja sögu sína eða lýsingu þeirra
landa sem hann hafði séð.
Tungumálavandræði voru þar ekki
til fyrirstöðu.
Óttar talaði sína tungu, en kon-
ungur hlýddi á og þurfti ritarinn
ekki annað en að víkja við nokkr-
um orðum og endingum í máli Norð-
mannsins til þess að úr yrði engil-
saxneska.
En hafi mér rétt sýnzt, þá hefur
hann ekki gert þetta til fulls, og
skín norrænan sumsstaðar í gegn,
ekki aðeins í frásagnarhættinum,
heldur einnig í einstökum orðum og
orðmyndum.
Væri þá saga Óttars að því leyti
líklega fyrsta rituð heimild um nor-
rænt mál önnur en rúnirnar.
En það er ekki málið á sögunni,
sem hér á að vera aðalumræðuefn-
ið, heldur sagan sjálf, og verð ég
þó fyrst að minnast á það hvernig
textinn er fenginn, sá, sem ég les.
Ég hef ekki þýtt söguna, hvorki
á forníslenzku né nýíslenzku, eins
og sumir segja, eða ekki finnst mér
það, heldur hef ég skrifað hana upp
eftir engilsaxneskunni eins og mér
þótti eðlilegast. að hafa hana á ís-
lenzku.
Vitanlega hef ég, auk þess að
breyta um orðmyndir og endingar,
vikið orðalagi við á stöku stað, þar
sem mér þótti það of fornlegt eða
óvenjulegt til að fylgja því, en víð-
ast hvar hef ég þrætt frumtextann
frá orði til orðs.
Er það bæði auðveldast að taka
þannig upp, enda þykist ég ekki
þurfa að bæta um orðalag þeirra
Óttars og ritarans.
Það má þó geta þess að á þessari