Úrval - 01.08.1967, Qupperneq 103

Úrval - 01.08.1967, Qupperneq 103
100 URVAL Stytta úr bronsi af Jóhannesi páfa á leiö frá Mílanó til Bergamo, þar er hún staðsett. ið. Það var gagnslaust. að vera sendiherra páfa, nema sá hinn sami þekkti skoðanir karla og kvenna í landi því, sem hann hafði verið sendur til, ekki síður en skoðanir yfirvalda í Vatíkaninu. Og því ferðaðist hann um þvert og endi- langt Frakkland. Oft var hann fót- gangandi, vegna þess að þannig komst hann í snertingu við fleira fólk. Hann talaði frönsku alveg reiprennandi og átti mjög auðvelt með að skyggnast í hug manna, og því eignaðist hann vini, hvar sem hann kom. Árið 1953 var hann gerður að karínála, og samkvæmt siðvenju var það æðsti maður iandsins, Auriol. forseti, sem setti rauðu kardínálahúfuna á höf)A honum. En nýi kardínálinn var sorgmæddur vegna hinnar nýju virðingarstöðu, sem hann hafði hlotið, því að hann áleit, að þetta yrði til þess, að hon- um gæfust nú ekki eins góð tæki- færi til þess að komast í snertingu við fólk sem áður. Erkibiskuginn í París var hissa á því, hversu leið- ur Roncalli virtist verða vegna þessarar útnefningar, og hafði orð á því við hann. Hinn nýi kardínáli viðurkenndi, að honum hefði sann- arlega verið sýndur mikill heiður, „en ég hefði verið ánægður með að JÓHANNES PÁFI 101 vera bara venjulegur prestur ein- hvers staðar nálægt Bergamo." En störf þau, sem hann vann næstu árin í Vatíkaninu, færðu hon- um mikla gleði. Hann átti að halda til Feneyja sem patríarki. Hann átti þá að fá að vera hirðir kristinna manna þrátt fyrir stöðuhækkunina. Hann kvaddi vini og kunningja í París, og öllum þótti það mjög leitt, að hann skyldi verða að hverfa burt. Og svo lagði hann af stað til Feneyja. Og þegar þangað var komið, gerð- ist hann önnum kafinn „venjulegur prestur“, eins og hann hafði viljað verða. Rauða kardínálahúfan virtist ekki gera þar mikinn mun. Nú lék ferskur andblær um höllina, sem hann fékk til aðseturs í Feneyjum, og brátt varð sú bygging í fyrsta sinni opin á öllum tímum sólar- hrings hverju því sóknarbarna hans, sem vildi ná þar tali af honum. Hann vann af kappi að því að koma kirkju sinni í nána snertingu við fólkið, að gera hana að því volduga afli nútímalífs, sem hann vissi, að hún var í raun og veru. í augum Roncallis var það aðalatriðið, að koma almenningi í snertingu við kirkjuna, og til þess vildi hann nota margvísleg ráð. Það var hann, sem hafði fengið þá dásamlegu hugmynd fyrstur manna að láta flytja helgi- tónlist Stravinskys í hinni miklu basiliku í Markúsarkirkjunni í Feneyjum. Píus páfi 12., öðru nafni Papcelli kardínáli, hinn tiginmannlegi kirkj uhöfðingi, dó þ. 9. október ár- ið 1958. Hann hafði gegnt embætti páfa í næstum 20 ár, og á þeim tíma hafði hann hægt og sígandi verið að reyna að koma á ýmsum endurbótum og nýjungum innan kirkjunnar. Má t.d. nefna, að hann lét hefja kvöldmessur. Hann hafði þegar byrjað að auka tengsl Vatí- kansins við umheiminn og gera þau auðveldari á allan hátt. Nú veitti hann ekki aðeins kóngum, drottn- ingum og forsetum áheyrn, heldur einnig leikurum og öðrum lista- mönnum og einnig ósköp venjulegu fólki, sem hafði ekki af neinni frægð að státa. En það var aðeins við hin- ar fjölmörgu áheyrnir, að hlédrægni hans og fáskiptni varð að lúta í lægra haldi. Annars var hann hlé- drægur og fáskiptinn og vildi ógjarnan deila vandamálum sínum og hugsunum með öðrum. Hann hafði ekki viljað útnefna nýja kardínála, og því hafði þeim fækk- að talsvert, er hann dó. Það var að- eins staddur 51 kardínáli í Sixtinsku kapellunni í októbermánuði árið 1958 til þess að kjósa eftirmann páfa. Það var tvísýnt um úrslit við kosningar þessar, því að munurinn var svo lítill. Það var ekki fyrr en kosið var í 12. skipti, að málin skýrð- ust nægilega. Roncalli hafði verið kosinn páfi. Hann tók fregnunum um þennan virðingarauka af mikilli auðmýkt og sagði, að hann vildi nefnast Gio- vanni (Jóhannes) páfi. Þar var ekki aðeins um nafn föður hans að ræða, heldur var þetta líka nafn vernd- ardýrlings fæðingarþorps hans, Sotto il Monte. Og þ. 4. nóvember var hann krýndur páfi við bjarma
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.