Úrval - 01.08.1967, Síða 90
88
ÚRVAL
á hvorn veginn sem væri frá því
ártali.
Það var ekki fyrr en á þessari
öld eða árið 1901, um það bil sem
Sir Norman Lockyer var að gera
hinn stjarnfræðilega samanburð, að
rækilegur fornleifauppgröftur fór
fram í Stonehenge. Stjórnaði því
maður að nafni Gowland og tók
hann fyrir sérstaka geira eða hluta
af grunninum. Þessi uppgröftur gaf
mönnum í fyrsta sinn nákvæma
hugmynd um fyrirkomulag og bygg-
ingu Stonehenges.
Gowland markaði fyrir sex reit-
um þar sem grafið skyldi niður
með fyllstu nákvæmni, og vand-
lega skyldi mælt hversu djúpt lægi
hvaðeina sem fannst af mannahönd-
um unnið og gert. Margir hlutir
fundust og þverskurðirnir í hinum
sex reitum sýndu hið ákjósanleg-
asta samræmi niður úr. í efsta 25
sentimetra laginu fundust til dæm-
is fimm peningar, og voru tveir
þeirra frá tímum Rómverja, einn
var pennýfjórðungur með mynd
Jakobs annars (1685—‘68), þá hálf-
penný með Georg I., og penný með
Georg III. Gowland kom það í hug
að hættir skemmtiferðamanna
hefðu nú ekki mikið breytzt síðan
á tímum Rómverja, og hélt áfram
að grafa, og ekki til einskis. Á 60
—120 em dýpi telur hann upp þessa
hluti: sextíu og eina öxi eða ham-
arshausa úr tinnu, sautján axir og
hamra úr sandsteini, og Þyngd
þeirra frá einu pundi upp í sex og
hálft, átta sleggjur úr sandsteini,
geysiþungar og miklar, og var sú
léttasta 36 pund en sú þyngsta 64
pund. Sleggjurnar og hamrarnir
voru úr grásteini þeim (sarsen) sem
er í berginu þarna í kring, enda
eru flestir hinir háu, súlulöguðu
steinar mannvirkisins 'úr því efni.
Einn hamarinn fannst reyndar und-
ir einum hinna háu steina.
Það var auðsætt, að í þessu lægi
hinn upphaflegi grundvöllur Stone-
henges, og var það líka sýnt að það
hefði verið reist meðan steinninn
var hið eina, eða langalgengasta
efni sem menn höfðu í verkfæri.
Mundi þetta hafa verið talið full-
nægjandi vottur um að mannvirk-
ið hlyti að teljast frá steinöld, ef
ekki hefði viljað svo til, þegar Gow-
land var að grafa kringum undir-
stöðu háa steinsins þar sem sand-
steinshamarinn fannst, að hann fann
þar brot af háa steininum, sem
klofið hafði veríð úr honum. Verk-
færið sem notað hafði verið til að
kljúfa, hafði skilið eftir sig far og
í farinu var örlítil græn húð, sem
sýndi sig að vera úr eir-karbónati.
Svo var að sjá sem þarna hefði
komið við sögu verkfæri úr eir eða
bronsi, þegar verið var að vinna
steininn í fyrsta sinn, og voru hin-
ar umbreyttu leifar koparsins, þótt
litlar væru, merki þess að brons
hefði ekki verið með öllu ókunn-
ugt þeim mönnum sem reistu Stone-
henge.
Það var rannsókn Gowlands sem
fyrst vakti þá spurningu, hvaðan
efnið í hið mikla mannvirki væri
sótt. Því hefur verið lýst hér,
hvernig aðalhlutar þess eru, talið
út frá miðju, fyrst stór aflangur
steinn sem liggur endilangur og
kallaður „altarissteinninn", en um-
hverfis hann er skeifumynduð röð