Úrval - 01.08.1967, Síða 90

Úrval - 01.08.1967, Síða 90
88 ÚRVAL á hvorn veginn sem væri frá því ártali. Það var ekki fyrr en á þessari öld eða árið 1901, um það bil sem Sir Norman Lockyer var að gera hinn stjarnfræðilega samanburð, að rækilegur fornleifauppgröftur fór fram í Stonehenge. Stjórnaði því maður að nafni Gowland og tók hann fyrir sérstaka geira eða hluta af grunninum. Þessi uppgröftur gaf mönnum í fyrsta sinn nákvæma hugmynd um fyrirkomulag og bygg- ingu Stonehenges. Gowland markaði fyrir sex reit- um þar sem grafið skyldi niður með fyllstu nákvæmni, og vand- lega skyldi mælt hversu djúpt lægi hvaðeina sem fannst af mannahönd- um unnið og gert. Margir hlutir fundust og þverskurðirnir í hinum sex reitum sýndu hið ákjósanleg- asta samræmi niður úr. í efsta 25 sentimetra laginu fundust til dæm- is fimm peningar, og voru tveir þeirra frá tímum Rómverja, einn var pennýfjórðungur með mynd Jakobs annars (1685—‘68), þá hálf- penný með Georg I., og penný með Georg III. Gowland kom það í hug að hættir skemmtiferðamanna hefðu nú ekki mikið breytzt síðan á tímum Rómverja, og hélt áfram að grafa, og ekki til einskis. Á 60 —120 em dýpi telur hann upp þessa hluti: sextíu og eina öxi eða ham- arshausa úr tinnu, sautján axir og hamra úr sandsteini, og Þyngd þeirra frá einu pundi upp í sex og hálft, átta sleggjur úr sandsteini, geysiþungar og miklar, og var sú léttasta 36 pund en sú þyngsta 64 pund. Sleggjurnar og hamrarnir voru úr grásteini þeim (sarsen) sem er í berginu þarna í kring, enda eru flestir hinir háu, súlulöguðu steinar mannvirkisins 'úr því efni. Einn hamarinn fannst reyndar und- ir einum hinna háu steina. Það var auðsætt, að í þessu lægi hinn upphaflegi grundvöllur Stone- henges, og var það líka sýnt að það hefði verið reist meðan steinninn var hið eina, eða langalgengasta efni sem menn höfðu í verkfæri. Mundi þetta hafa verið talið full- nægjandi vottur um að mannvirk- ið hlyti að teljast frá steinöld, ef ekki hefði viljað svo til, þegar Gow- land var að grafa kringum undir- stöðu háa steinsins þar sem sand- steinshamarinn fannst, að hann fann þar brot af háa steininum, sem klofið hafði veríð úr honum. Verk- færið sem notað hafði verið til að kljúfa, hafði skilið eftir sig far og í farinu var örlítil græn húð, sem sýndi sig að vera úr eir-karbónati. Svo var að sjá sem þarna hefði komið við sögu verkfæri úr eir eða bronsi, þegar verið var að vinna steininn í fyrsta sinn, og voru hin- ar umbreyttu leifar koparsins, þótt litlar væru, merki þess að brons hefði ekki verið með öllu ókunn- ugt þeim mönnum sem reistu Stone- henge. Það var rannsókn Gowlands sem fyrst vakti þá spurningu, hvaðan efnið í hið mikla mannvirki væri sótt. Því hefur verið lýst hér, hvernig aðalhlutar þess eru, talið út frá miðju, fyrst stór aflangur steinn sem liggur endilangur og kallaður „altarissteinninn", en um- hverfis hann er skeifumynduð röð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.