Úrval - 01.08.1967, Side 26
/
Þeir sem játa lslam — og það
er verulegur hluti af mann-
kyninu, sérstaklega í Afríku og
Asíu —• eru oft nefndir
Múhameðstrúarmenn, en þeir
sjálfir kjósa heldur nafnið
Moslems eða Muslims, og það
orð er af sömu arabisku
rótinni og Islam oog þýðir:
liinir trúuðu, eða þeir sem liafa
gefið sig á vald Allah.
Þegar íbúar Mekka
skoruðu á Múhameð að
framkvæma kraftaverk
rnilWI^r^ til að sanna að hann
væri guðlegur sendi-
boði, þá benti hann djarfur og ör-
uggur á bókina, sem var að verða
til undir handleiðslu hans. Svo dá-
samlegt verk, sagði hann, sem ritað
væri á svo afburðafallegu máli og
lýsti dýpsta og trúarlegasta trúar-
sannleika, gæti alls ekki verið
skrifuð af mannlegri veru, og sízt
af öllu af ómenntuðum manni,, eins
og honum sjálfum. Vissulega var
þetta kraftaverk, kraftaverk krafta-
24
verkanna, þessi bók, sem hafði
komið af himnum .........
Bókin, sem um var að ræða, var
Kóraninn, eins og við venjulega
köllum hann, enda þótt nákvæm-
ara væri að nefna bókina Quran,
sem er arabiskt orð og þýðir: lest-
ur eða tilvitnun, eða máski það, sem
á að lesa. í meira en þrettán ald-
ir hefur þessi bók verið hin heilaga
ritning — biblía, ef þú.viit orða það
þannig — eins fjölmennasta trúar-
samféiags mannanna, trúarbragða,
sem við köllum Múhameðstrú eftir
spámanninum, sem boðaði hana,
enda þótt nafnið, sem hann notaði
sjálfur og þægilegra er fyrir okk-
ur sé Isiam, sem þýðir undirgefni
eða uppgjöf fyrir vilja Guðs eða
Allah.
Þeir sem játa Islam — og það er
verulegur hluti af mannkyninu, sér-
staklega í Afríku og Asíu — eru
oft nefndir Múhameðstrúarmenn,
en þeir sjálfir kjósa heldur nafnið
Moslems eða Muslims, en það orð
er af sömu arabisku rótinni og Islam
og þýðir: hinir trúuðu, eða þeir sem
hafa gefið sjálfa sig á vald Allah.
Þeir kjósa beldur þetta nafn, vegna
þess, að orðið Múhameðstrúarmað-
ur gefur í skyn, að þeir dýrki Mú-
hameð á svipaðan hátt og kristnir
menn dýrka krist. En það er al-
rangt. Moslems dýrka ekki Mú-
hameð enda þótt þeir virði hann
mikils og sýni honum lotningu.
Ennþá meira villandi, ef það er
mögulegt, er þó það álit ýmsra, að
Múhameð hafi ritað kóraninn. f
eyrum Moslems, hljómar þetta sem
ÚRVAL