Úrval - 01.08.1967, Qupperneq 106
104
ÚRVAL
fagnaðarerindisins. Þá munum við
verða færari um að skilja okk-
ar aðskildu bræður, og þeir munu
skilja okkur.“
Þing Jóhannesar páfa var því á
ýmsan hátt öðruvísi en áður hafði
þekkzt. Þingið, sem kom saman í
Trent á 16. öld, einkenndist af til-
raun til þess að styrkja aðstöðu
kaþólsku kirkjunnar og sameina
krafta hennar eftir högg það, sem
henni hafði verið greitt af siða-
bótastefnu mótmælenda. Fyrsta
Vatíkanþingið, sem kom saman ár-
ið 1870, hafði verið tilraun til þess
að styrkja vald og áhrif kaþólsku
kirkjunnar, svo að hún fengi betur
staðizt árásir frjálslyndisstefnunnar.
En 2. Vatíkanþingið, þing Jóhann-
esar páfa, einkenndist af viðhorfi
kirkjunnar til umheimsins Þar
reyndu kirkjunnar menn; að gera
sér grein fyrir stöðu kaþólsku kirkj-
unnar í heiminum, skiptum henn-
ar við aðra kristna menn og einn-
ig við trúarbrögð þau, er stóðu ut-
an allrar kristni, trúfrelsi og hlut-
verki kaþólsku kirkjunnar í ver-
öldinni. Þetta var geysilega um-
fangsmikið verkefni. Þeir 2500
biskupar, er þingið sóttu, fórnuðu
3 mánuðum til þingstarfanna á ári
hverju í samfleytt fjögur ár. Jó-
hannes páfi lifði það ekki að sjá
hið fjögurra ára þing ljúka störfum.
En grundvöllurinn hafði þegar verið
lagður að margs konar endurbótum,
áður en hann andaðist.
En Vatíkanþingið er ekki eini
minnisvarðinn um líf og starf Jó-
hannesar páfa. Hann lét frá sér fara
samtals 8 þýðingarmikil páfabréf.
í tveim hinum yfirgripsmestu,
„Mater et Magistra“ árið 1961 og
„Pacem in Terris“ (Frið á jörðu)
árið 1963, lýsti hann þeim megin-
reglum, sem hann byggði líf sitt á,
og veitti öðrum ýmsar leiðbeining-
ar og gaf ýmis fyrirmæli. I fyrra
bréfinu færði hann þjóðfélagslegar
kenningar kaþólsku kirkjunnar í nú-
tímabúning og samræmdi þær bet-
ur nútímalífi. Þar varði hann bæði
rétt mannsins til persónulegra eigna
og einnig lögfnæti „þjóðnýtingar“
til almenningsheilla.
Hið síðarnefnda var fyrsta páfa-
bréfið. sem var ekki aðeins stílað
til biskupanna og hinna tryggu
áhangenda kaþólskrar kirkju, held-
ur „til allra velviljaðra manna“.
Þetta páfabréf hafði stórkostleg
áhrif um víða veröld, því að' í því
skýrði Jóhannes páfi mönnum frá
því, að „ekki megi rugla yfirsjón-
um og villum saman við yfirsjónir
og villur einstakra persóna". Og
jafnframt benti hann á, að villu-
kenningum (og má þar skilja, að átt
er við marxismann) megi ekki rugla
saman við ósvikna sögulega hreyf-
ingu sem kommúnismann, er kynni
að hafa eitthvað gott að geyma, og
álíta, að þar sé um eitt og hið sama
að ræða. Hann hvatti til samvinnu
milli allra þjóða og nefndi þar al-
veg sérstaklega kommúnistaríkin.
Hann veitti dóttur Nikita Khrush-
chev áheyrn ásamt Adzhubei manni
hennar, ritstjóra hins áhrifamikla
rússneska dagblaðs „Izvestia“. Og
honum tókst að brjóta skörð í hinn
risavaxna múr, sem mennirnir höfðu
reist milli þess ríkis veraldar, er
var annað í röðinni, hvað völd og
áhrif snerti, og áhrifamestu trúar-