Úrval - 01.08.1967, Qupperneq 47
NORSK FERÐASAGA FRÁ 9. ÖLD
45
þetta er svæðið, þar sem Óttar
sögumaður okkar býr á þessum sömu
árum, og það er þaðan, sem hann
kemur til Englandskonungs með
sögu sína. Og hvernig ber honum
þá saman við sögu Snorra Sturlu-
sonar, sem horfir til Hálogalands úr
Borgarfirði og yfir meir en þrjú
hundruð ár. Það er skjótasl af að
segja, að um al 11 það sem saman-
burði verður við komið um, styðja
þessar frásögur hvor aðra.
Inngangur og niðurlag eftir Þor-
stein Guðjónsson.
Það er eins með verðbólguna og ofátið: Hún vekur hjá manni slíka
velhðunarkennd, allt til þess tíma, þegar það er orðið of seint að kippa
málinu í lag.
Leo Aikmon
Það er þó hægt að segja það okkar siðmenningu til málsbóta, miðað
við siðmenningu rauðu Kínverjanna, að það, sem við skrifum á veggi,
fjallar oftast um það hver „elski“ hvern.
Bill Vaughan
Sjálfvirknin mun aldrei slá bréfakörfunni við, hvað snertir aukinn
vinnuhraða á skrifstofum.
Roöer Állen
Stundum er tilslökun og málamiðlun heillavænlegri, t d. að fá byssu-
bófanum veskið án þess að hafa velþóknun á þvi sem hann aðhefst.
Frank A. Clark
I skólanum fékk litli strákurinn okkar nafnskírteini, sem hann átti
að koma með heim og fylla þar út. Hann fyllti allt vandlega út upp á
eigin spýtur, nafn, heimilisfang, símanúmer og hvern ætti að láta
vita, ef eitthvað slys kæmi fyrir hann, o. s. frv. f síðustu linuna, þar
sem stóð „blóðflokkur", hafði hann skrifað: IRSKUR.
Frú Patrick D. Brody, Sr.
Auglýsing í Press-Gazette í Green Bay i Winconsinfylki: „Þetta
var á jólanóttina og engin vera hreyfðist í öllu húsinu .... jafnvel ekki
mús.“ Canadeo Meindýraeyðingarstofnunin.
: Reynsluhjónabönd? Nú hver er það, sem lifir ekki í sannkölluðu
reynsluhjónabandi ?
Lane Olonghouse