Úrval - 01.08.1967, Blaðsíða 109
JÓHANNES PÁFI
107
bar vott um skapgæði hans. Hann
horíði á þetta andlit, sem þakti
tvo þriðju hluta sjónvarpstjaldsins
og svo eyrun, sem huldu það, sem
eftir var af tjaldinu. Og menn
heyrðu hann mæla þessi orð: „Ó,
Drottinn ...... þessi maður verður
sannkallað sjónvarpsslys!" Það var
nú öðru nær, en samt var hann
alltaf í vafa um það til æviloka,
hvort hann væri „vel fallinn" til
þess að koma fram í sjónvarpi.
Hann gerði stundum mistök, en
þau voru algerir smámunir bornir
saman við allt það góða, sem hann
kom til leiðar. Mér hefur alltaf þótt
skemmtileg sagan um tilraun hans
til þess að ná valdi á nokkrum orð-
um enskrar tungu, en sú tilraun
fór alveg út um þúfur. Hann vildi
geta sagt nokkur orð á ensku á vin-
gjarnlegan og kumpánlegan hátt,
þegar Eisenhower hershöfðingi
kæmi í heimsólcn til hans. Jóhannes
páfi talaði að vísu mörg tungumál,
en samt ekki neina ensku.
Því miður hafði hann valið sér
sem enskukennara prest einn, sem
talaði ensku með svo sterkum írsk-
um hreim, að hún var næstum al-
gerlega óskiljanleg utan írlands.
Prestur þessi gladdist mjög yfir því
að geta gert páfanum þennan greiða
og kenndi honum að segja nokkr-
ar fjörlegar setningar á ensku. Páfi
át þessar setningar eftir honum æ
ofan í æ og skrifaði þær líka hjá
sér í vasabók.
En þegar Dwight Eisenhower var
vísað inn til hans og páfinn óvarp-
aði hann broshýr á svip, hnyklaði
hershöfðinginn bara brýrnar. Hann
gat ekki skilið eitt orð í þessari
furðulegu ítölskírsku samsuðu. Hann
reyndi að sýna skilningsríkan
ánægjusvip, en hann neyddist samt
til þess að hrista höfuðið. Brosið
hvarf af andliti páfa. Síðan yppti
hann öxlum og kímdi. Svo benti
hann túlkinum að koma, og samtal-
ið gat þá fyrst hafizt.
En boðskapur páfa mannkyninu
til handa, boðskapurinn, sem hann
skildi eftir sig og er enn í fullu
gildi, sá boðskapur þarfnaðist einsk-
is túlks.
Kurteis maður „módel 1967“ er maður, sem býður konu sætið sitt,
iuvi leið og hann fer úr strætisvagninum eða lestinni.
Það eru til tvenns konar leyndarmál: þau, sem eru ekki þess virði.
að yfir þeim sé þagað, og þau, sem eru allt of mikils virði til þess, að
yfir þeim sé þagað.
Vesaiings „beatnikkinn"! Hann var alltaf að leita að sjálfum sér,
vesalingurinn, og loksins tókst honum að finna sjálfan sig. En þá upp-
götvaði hann bara, að hann hataði þá persónu.