Úrval - 01.08.1967, Qupperneq 118
116
ÚRVAL
í þessu efni, en tókst ekki að sann-
færa bróður sinn, vegna þess að
bróðir hans taldi að búið væri að
eyða of miklu fé í lögfræði-námið
til þess, að hægt væri að snúa við.
„Ég er ekki í vafa um, að þú
vilt heldur sjá mig fátækan og
sælan við hljómlistarstarf, heldur
en fátækan og vansælan við lög-
fræðistörf,“ skrifaði Schumann.
Hann réðist með miklum áhuga í
það að nema píanóleik og þegar
svo virtist, sem hans biði þar frami
henti hann stórkostleg ógæfa. Hann
hafði notað eitthvert tæki til að
æfa með fingur sína, styrkleika
þeirra og færni, og það hafði valdið
honum skaða: langatöng hans varð
honum algerlega ónýt. Þar með
voru vonir hans, að verða frægur
píanóleikari, að engu orðnar.
Hann lokaði píanóinu, læsti dyr-
um sínum, og barðist í þungu skapi
við vonbrigði sín og kjarkleysi. Það
var rétt, að hann hafði bognað en
hann hafði ekki brotnað. Hann kom
út úr herbergi sínu ákveðinn í að
reyna aðra leið, og neyta annarra
hæfileika sinna. Lögfræðingur vildi
hann ekki verða, en tónskáld gat
hann orðið. Löngu áður en hinn
ótímabæra dauða hans bar að hönd-
um var hann orðinn mesta tónskáld
Evrópu í klassiskri tónsmíð. „Það
er oft“, sagði Stefán Zweig, „að
sýnist manninum, að hann hrekist
fyrir vindi, þá hefur ekki annað
gerzt, en hann stendur andspænis
sjálfum sér“.
Lamaði fingurinn kastaði Robert
Schumann í fangið á sjálfum sér,
og hann glímdi við sjálfan sig og
fann af eigin rammleik hæfileika
sinn, sem hann gat hagnýtt sér.
Það var fjárhagskreppa, sem
neyddi Georg Matthew Adams til
að finna hvað hann í raun og veru
gat. Hann tók hvaðá starf ,sem að
höndum bar til að afla sér og sínum
lífsviðurværis.
„Ég tók hverju sem bauðst,“ seg-
ir hann, „og vildi vera sístarfandi
og vinna að einhverju. Ég var ekki
viss um hvað það ætti helzt að vera,
en þóttist vita að það væri eitthvað,
sem vert væri að leita að.“
Hann langaði til að verða listá-
maður, en þar sem honum var nauð-
synlegt að éta, þá fékk hann sér
starfa hjá KFUM — og þá var
hann tuttugu og þriggja ára. Hann
jók á virðuleika starfs síns með því
að kalla það „lyftuflugmanns“-starí,
en í rauninni var hann aðeins venju-
legur lyftudrengur.
Svo fann hann verk, sem honum
féll vel við, en það var að skrifa
auglýsingar fyrir kjötpökkunarfyr-
irtæki.
Þegar hann var tuttugu og níu
ára dundu fjárhagsörðugleikar yfir
fyrirtækið og hann missti þetta
ánægjulega starf. Hann gat ekki með
nokkru móti fundið neitt til að
gera, ekki einu sinni, sem lyftu-
drengur. Kreppan mikla var skoll-
in á og útlitið var ekki bjart fyrir
nýkvæntan og blankan ungan mann.
Eitthvað hafði hann samt sparað
saman, og þó tímarnir væru nú
þannig, að ekki þætti ráðlegt að
leggja í neina áhættu, þá hætti hann
nú þessum spariaurum sínum til
þess að reyna nýja hæfileika, sem
hann taldi sig búa yfir, hann byrj-
aði eigið fyrirtæki George Matthews