Úrval - 01.08.1967, Qupperneq 14
12
ÚRVAL
leyti, t. d. gefa því að borða. Er
mæðrunum þá séð fyrir viðeigandi
aðstöðu til að sinna börnum sínum.
Þar sem mörg börn þola þessi
tengslrof sérstaklega illa á aldrin-
um 6—18 mánaða, er á sumum
hinna beztu barnaheimila ætluð
sérstök herbergi til þess að mæður
geti dvalizt þar hjá börnum sínum
tíma og tíma.
Ég sagði, að mæðrum væri gert
að skyldu að heimsækja og annast
barnið. A því er vissulega regm-
munur og hinu, að mæðrum sé leyft
að heimsækja barnið, en að öðru
leyti látnar afskiptalausar. Gott
barnaheimili greinist frá slæmu
ekki minnst á því, að á hinu fyrr-
nefnda er góður skilningur á þýð-
ingu móðurinnar fyrir barnið og
ailt gert til þess að treysta og við-
halda nánu sambandi á milli þeirra.
Nú er það svo með margar mæður,
sem setja börn sín á vistheimili, að
þær eru óþroskaðar, fákunnandi
um þarfir barna og lítt til móður-
umhyggju fallnar af mörgum ástæð-
um. Öllum ber saman um, að nauð-
synlegt sé að kenna þessum mæðr-
um umönnun barna sinna, brýna
fyrir þeim skyldur þeirra og ábyrgð.
Því þarf forstöðukona heimilisins
og sérfræðilegir ráðunautar að
leggja mikla alúð við þessa hlið
málsins. Sé þessu atriði gefinn góð-
ur gaumur kemur fljótt í ljós hvaða
mæður geta tekið börnin aftur, er
aðstæður þeirra breytast og hverj-
ar þarf að svipta forræði. Þetta er
mjög þýðingarmikið, vegna þess að
með því móti er hægt að ganga
fljótt úr skugga um, hvaða börn-
um þarf að sjá fyrir varanlegu
einkafóstri. Miða ber að því að hafa
barnaheimilisdvölina eins skamma
og mögulegt er, en sjá barninu sem
fyrst fyrir móðurslaðgengli.
Allir eru sammála um, að það sé
í hæsta máta óheppilegt að reka
vöggustofur sem sjúkrahús. Séu
þau börn, er koma á vöggustofuna
veik — eða veikist þau — á vita-
skuld að stunda þau á barnadeild-
um sjúkrahúsa eins og önnur börn.
Engin rök mæla með því, að vöggu-
stofur skuli líkjast sjúkrahúsum.
Margar röksemdir eru hins vegar
á móti. Allur svipur vöggustofunn-
ar verður einhæfari og óheimilis-
legri, umönnun oft ópersónulegri,
óþörf áherzla lögð á kerfisbundna
reglusemi, og sérvizkulegt hrein-
læti. Allt þetta er í andstöðu við
þá eðlilegu grósku og lífræna frjáls-
ræði, sem þarf að umlykja barnið
til þess að það fái notið sín.
Samkvæmt þessu á því forstöðu-
kona vöggustofu að vera fóstra með
haldgóða sérmenntun og þjálfun í
meðferð ungbarna. Hún þarf að búa
yfir traustri þekkingu á þörfum
barna og þroskaskilyrðum þeirra
og vera vel vitandi um þær hætt-
ur, sem geta verið samfara starf-
rækslu vöggustofu. Forstaða slíkr-
ar stofnunar er vissulega vanda-
söm staða og ekki á færi annarra
en úrvalskvenna að gegna henni
svo að vel fari. Það er vonandi ekki
úr vegi að geta þess hér, þar sem
nú mun standa fyrir dyrum ráðn-
ing forstöðukonu á þá stofnun, sem
hefur orðið tilefni til þessarar
greinagerðar.
Nánasti ráðgjafi forstöðukonunn-
ar er barnasálfræðingui'inn og hún