Úrval - 01.08.1967, Síða 42

Úrval - 01.08.1967, Síða 42
40 grein fyrir yfirburðum andstæðinga sinna og læra af þeim, og honum hefur leikið hugur á að ferðast sem mest um Norðurlönd. Elfráður var hinn lærðasti maður um sína daga og efldi menntun í landinu. Á hans dögum náðu engilsaxnesk- ar bókmenntir einu af blómaskeið- um sínum, en um latínu var minna hirt. Etfráður skrifaði á engilsáxnesku, en hún var svo lík norrænu á þeim tíma, að hvorir skildu aðra, sem tungurnar töluðu. Á landnámsöld íslands þurftu Norðurlandabúar ekki að læra ensku til þess að geta talað við enska menn, og stóð svo allt fram undir 1100. Það var ekki fyrr en með til- komu Vilhjálms bastarðar og þeirri alþýðukúgun sem á eftir fór, að ensk tunga brjálaðist svo að hún varð aldrei söm og áður, og hefur það þó mikið bætt úr, hvílíkir á- gætismenn hafa síðar verið um að tala tunguna og rita og komið þar lagi á. Það er viðurkennt, að ensk tunga var í lamasessi fram á 14. öld að meistarar fóru þar að fara höndum um, en þá var ekki lengur hin forna góðtunga að byggja á, heldur aðeins afskræmdar málaleifar hins hrjáða lýðs. Öðruvísi var þetta á dögum Al- freds hins mikla. Þá mátti tala nor- rænu í Englandi fullum rómi og þannig atvikaðist það, að þegar Norðmaðurinn Óttar kom til hirðar konungs, þá var hann beðinn að ÚRVAL segja sögu sína eða lýsingu þeirra landa sem hann hafði séð. Tungumálavandræði voru þar ekki til fyrirstöðu. Óttar talaði sína tungu, en kon- ungur hlýddi á og þurfti ritarinn ekki annað en að víkja við nokkr- um orðum og endingum í máli Norð- mannsins til þess að úr yrði engil- saxneska. En hafi mér rétt sýnzt, þá hefur hann ekki gert þetta til fulls, og skín norrænan sumsstaðar í gegn, ekki aðeins í frásagnarhættinum, heldur einnig í einstökum orðum og orðmyndum. Væri þá saga Óttars að því leyti líklega fyrsta rituð heimild um nor- rænt mál önnur en rúnirnar. En það er ekki málið á sögunni, sem hér á að vera aðalumræðuefn- ið, heldur sagan sjálf, og verð ég þó fyrst að minnast á það hvernig textinn er fenginn, sá, sem ég les. Ég hef ekki þýtt söguna, hvorki á forníslenzku né nýíslenzku, eins og sumir segja, eða ekki finnst mér það, heldur hef ég skrifað hana upp eftir engilsaxneskunni eins og mér þótti eðlilegast. að hafa hana á ís- lenzku. Vitanlega hef ég, auk þess að breyta um orðmyndir og endingar, vikið orðalagi við á stöku stað, þar sem mér þótti það of fornlegt eða óvenjulegt til að fylgja því, en víð- ast hvar hef ég þrætt frumtextann frá orði til orðs. Er það bæði auðveldast að taka þannig upp, enda þykist ég ekki þurfa að bæta um orðalag þeirra Óttars og ritarans. Það má þó geta þess að á þessari
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.